Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju - Helga Loftsdóttir

08. maí 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju - Helga Loftsdóttir

Vorhátíð - Barnakór HFJ - 180506-2.jpg - mynd

Á vorhátíð Hafnarfjarðarkirkju söng barna- og unglingakórinn undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Helga sagði okkur aðeins frá því hvað búið er að gerast í vetur, og hvernig hún sér

 

Viðtal: Helga Loftsdóttir, kórstjóri barna- og unglingakórs Hafnarfjarðarkirkju. 

Barna- og unglingakór

Við erum núna með 2 kóra semsagt, barnakór fyrir börn frá 6 ára aldri til tíu ára, og svo unglingakór fyrir 11 ára til 16 ára. Þó ég útskrifi nú flesta kórfélaga þegar þeir eru að ljúka 10nda bekk, þá eru þau svona hérna koma á kóræfingar, og sumir bara hætta ekkert fyrr en eða finna einhvern annan kór. Og ég er með góða aðstoðarkonu sem heitir Jessica Margrét, og hún er einmitt gömul kórstúlka, og hún er aðeins 17 ára gömul, og hún sér um að aðstoða mig á æfingum með börnin.

(kór syngur) (kór syngur) (kór syngur) (kór syngur) (kór syngur)

Hápunktar í starfinu

Jólin náttúrulega eru hápunktur, finnst mér, í kirkjunni. Jól og vor Um jólin erum við alltaf með helgileik, setjum upp helgileik og höldum okkar sér jólatónleika. Síðan er aðventukvöld eða jólavaka við kertaljós hérna í Hafnarfjarðarkirkju. Þá syngjum við með kórnum sem er hér í kirkjunni, Barbörukórnum og það er hátíðlegasta stundin þegar er á kertunum og sungið Heims um ból. Krakkarnir finna alveg fyrir því að þetta er svona hátíðlegasta stundin í kirkjunni kannski jafnvel yfir allt árið. Svo er það vorin, það er svona uppskeruhátíð eins og var í dag, vorhátíð. Við höldum okkar sér vortónleika. Þar erum við með prógram þar sem við erum að syngja yfir allt árið. Við tökum það svona "Best of..." kannski. Þannig að það eru fullt af flottum lögum sem að eru rödduð, og kórarnir að syngja sér og saman, og jafnvel hljóðfæraleikarar, svona öðruvísi eða smá tilbreyting í undirleiknum Þannig að þettaa...

Kóramót

Síðan er kóramót sem að við erum búin að taka þátt í, í mörg mörg ár. Það er kóramót í Hafnarfirði fyrir barnakórana, og það er líka svona, okkur finnst það líka vera svona einn af hápunktunum, koma fram þar því að þá sjáum við okkar kollega sem eru hérna bara í næstu hverfum. Og það er gróskumikið kórastarf hérna í Hafnarfirði Þannig að börnin eru hérna, bara í hverfunum hérna í kring líka, að syngja, og við fáum að sjá hvað þau eru að gera Og við lærum mjög mikið af því. Þetta eru kórar á öllum stigum. Og maður bara lærir bara mest af því að sjá og heyra hvað aðrir eru að gera, fær hugmyndir, bæði fyrir kórstjórann, og kórfélagana.

Rúmlega 200 börn, reyndar er þetta tvískipt mót Fyrir yngri kórana, eins og barnakórinn okkar, og svo eldri Þá fyrir svona frekar unglingakórana. Bæði bara upp á fjölda í kirkjunni, við höfum haldið þetta í Víðistaðakirkju. Bara upp á það að hafa ekki of marga í kirkjunni, og bara að prógrammið verði ekki of langt þannig að allir fái að njóta sín. 

 

Fleiri fréttir

Screen Shot 2018-05-21 at 10.34.41.jpg - mynd
21

Stigið á stokk - Vilborg Oddsdóttir í viðtali

Frambjóðendur til sveitastjórnarkosninga verður boðið að stíga á stokk og svara óundirbúnum spurningum um hvað þeir hyggjast gera til að tryggja fólki lágmarkslaun, eða lágmarksframfærlsu, svo hægt sé að lifa sómasamlegu...
Screen Shot 2018-05-19 at 08.33.35.jpg - mynd
18

Vikulokin 20 - Leitandi.is Í BEINNI

Það var stórt skref tekið síðasta þriðjudag þegar Leitandi.is samhæfði 15 facebook síður fyrir útsendingu af tónleikum Vox Felix í Neskirkju. Í dag hefur upptaka frá tónleikunum náð um 5000 áhoerfum og fer vaxandi.
Screen Shot 2018-05-18 at 11.32.58.jpg - mynd
18

Stígðu á stokk - EAPN

Íslandsdeild evrópska tengslanetsins um farsæld fyrir alla (European Anti Poverty Netowrk - EAPN), skorar á ráðherra, þingheim og sveitarstjórnir á Íslandi, og í Evrópu að koma strax á viðunandi, aðgengilegum og...