Tónleikar sendir út á fjórtán síðum samtímis

15. maí 2018

Tónleikar sendir út á fjórtán síðum samtímis

KorarIslands_VoxFelix_03_SM-copy.jpg - mynd

Vortónleikar sönghópsins Vox Felix, sem haldnir verða í Neskirkju í kvöld, verða sendir út samtímis á fjórtán samtengdum Facebook-síðum. Um er að ræða tilraunaútsendingu sem valdir kirkjusöfnuðir á SV-horni landsins standa að og er liður í því að vekja athygli á því fjölbreytta æskulýðs-, menningar- og mannræktarstarfi sem unnið er í kirkjum landsins.

Vox Felix - Vortónleikar í Neskirkju

Vox Felix þekkja margir, en sönghópurinn komst m.a. í úrslit í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands sem sýndur var á Stöð 2 síðastliðinn vetur. Hann er skipaður ungu fólki af Suðurnesjum sem vakið hefur athygli fyrir kraftmikinn söng og líflega framkomu. Vox Felix hefur mikið sungið í messum og öðrum kirkjulegum athöfnum og heldur tónleika sína gjarnan í kirkju.

Útsendingin í kvöld er á vegum Leitandi.is, vefsíðu sem sett var á laggirnar til að fjalla um fólkið í kirkjusamfélaginu og það fjölbreytta starf sem það innir af hendi. Sá hópur telur þúsundir einstaklinga; fólk sem situr í sóknarnefndum, syngur í kirkjukórum, stýrir barna- og æskulýðsstarfi, veitir trúarlega aðstoð og sáluhjálp og sinnir rekstri safnaðarheimila sem m.a. hýsa félags- og mannúðarstarf af ýmsum toga. Leitandi.is er á ábyrgð Biskupsstofu, en ýmsir aðilar leggja hönd á plóginn við þróun síðunnar.

Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20 og verða þeir sendir út á Facebook síðum Ástjarnarkirkju, Bessastaðakirkju, Grindavíkurkirkju, Hafnarfjarðarkirkju, Hvalsneskirkju, Keflavíkurkirkju, Kjalarnessprófastsdæmis, Leitanda, Njarðvíkurprestakalls, Víðistaðakirkju, Vídalínskirkju og Þjóðkirkjunnar. Þá verður einnig sent út á síðu Vox Felix og á Leitandi.is.

Fleiri fréttir

Screen Shot 2018-05-21 at 10.34.41.jpg - mynd
21

Stigið á stokk - Vilborg Oddsdóttir í viðtali

Frambjóðendur til sveitastjórnarkosninga verður boðið að stíga á stokk og svara óundirbúnum spurningum um hvað þeir hyggjast gera til að tryggja fólki lágmarkslaun, eða lágmarksframfærlsu, svo hægt sé að lifa sómasamlegu...
Screen Shot 2018-05-19 at 08.33.35.jpg - mynd
18

Vikulokin 20 - Leitandi.is Í BEINNI

Það var stórt skref tekið síðasta þriðjudag þegar Leitandi.is samhæfði 15 facebook síður fyrir útsendingu af tónleikum Vox Felix í Neskirkju. Í dag hefur upptaka frá tónleikunum náð um 5000 áhoerfum og fer vaxandi.
Screen Shot 2018-05-18 at 11.32.58.jpg - mynd
18

Stígðu á stokk - EAPN

Íslandsdeild evrópska tengslanetsins um farsæld fyrir alla (European Anti Poverty Netowrk - EAPN), skorar á ráðherra, þingheim og sveitarstjórnir á Íslandi, og í Evrópu að koma strax á viðunandi, aðgengilegum og...