Barnakór Vídalínskirkju og Davíð Sigurgeirsson

04. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Barnakór Vídalínskirkju og Davíð Sigurgeirsson

JonVidalinKorarJohannaGudrun.jpg - mynd

Í Vídalínskirkju er búið að byggja upp gríðarlega öflugt barnakórastarf á síðustu árum, en þar standa í broddi fylkingar, hjónin Davíð Sigurgeirsson og Jóhanna Guðrún. Við hittum Davíð sem sagði okkur aðeins frá því flotta starfi sem þau hafa verið að vinna og þeim áherslum sem þau eru að gera í að byggja sterkari sjálfsvitund og sjálfstraust meðal barna og fullorðinna í kórastarfinu. 

 

 

Kórar Jóns Vídalíns

Ég heiti Davíð Sigurgeirsson, ég er annar af stjórnendum ungmennakórastarfsins í Vídalínskirkju. Hér erum við með barnakór sem er á aldrinum frá 7-12 ára, síðan erum við með unglingakór sem er fyrir unglinga sem eru í gagnfræðaskóla. Síðan erum við með Gospelkór Jóns Vídalíns sem er fyrir fullorðið fólk frá 16 ára aldri. Ungmenni Ungmenni frá 16 ára, og svo upp úr.

Fullt af verkefnum

Barnakórinn hefur tekið á sig fullt af verkefnum, meðal annars sungum í jólaþætti Stundarinnar Okkar. Við höfum farið við og við úr kirkjunni og sungið nokkur gigg, eins og í IKEA, og þannig og það sem að barnakórinn gerir, aðallega að það er að fyrsta messan í hverjum mánuði er fjölskyldumessa og þá syngur barnakórinn þar. Þau eru oft með fimm, sex lög þar. Þannig að þá eru þau aðalnúmerið þar.

Nýtt starf - kórauppeldi

Þannig að þetta er dáldið nýtt starf hjá okkur, þannig að við erum þetta er að þróast allt, og og núna er það fyrst að gerast eitthvað af viti að það sé komin svona að við séum í rauninni að ala upp fólk barnakór, unglingakór, gospelkór, og það er náttúrulega það er það sem við erum að reyna að gera. Að reyna að vera með heilbrigt tónlistaruppeld.

Mikrófónar fyrir alla

Það sem gerir þetta starf svolítið einstakt, er það að síðasta sumar keyptum við mikrófóna fyrir alla, þannig að allir æfa alltaf með mikrófóna þannig að þá venjast því, þessari tilfinningu að vera með mikrófón við höndina Við leggjum mikla áherslu á sjálfsöryggi, að fólk opni sig meðan það er að syngja, og þegar að það er að koma fram, og já, bara góðan félagsskap líka heilbrigðan félagsskap.

Meðvitaður aldur

Það sem með unglingakórinn, 13-16 ára að það sem að við erum að reyna mest megnis, eins og staðan er núna með þær, þessi aldur 13-16 ára, hann er svo oft meðvitaður um sjálfan sig, og kannski soldið lokaður oft. Og, þannig að að okkar aðaldæmi er að reyna að byggja upp sjálfsöryggi og hjálpa þeim að opna sig.

Jóhanna frábær fyrirmynd

Það er gott fyrir þær að hafa Jóhönnu þar, þar sem hún er mjög góð fyrirmynd og hjálpar þeim kennir þeim aðferðir við að byggja upp sjálfsöryggi, og oft er það bara eitthvað hvernig maður stendur, eða hvernig maður talar Þannig að það er svona aðaldæmið Oft þessi aldur, 13-16, er svo lokaður og meðvitaður um sjálft sig, að mér finnst þetta vera ég sé alveg mikinn mun á þeim sem að voru hjá okkur í fyrra, og eru búin að vera með okkur miðað við t.d. þá sem eru að byrja.

Þannig að ég held þetta sé alveg að takast ágætlega. 

Það geta ekki allir verið gjorgjöss, það geta ekki allir töff það geta ekki allir verið fabjúlöss, eins og ég Það geta ekki allir verið gördjöss, það geta ekki allir meikað það eins og ég.... 

 
  • Æskulýðsmál

  • Tónlist

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...