Gullna reglan og umhverfismál | Sólveig Anna Bóasdóttir

04. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Gullna reglan og umhverfismál | Sólveig Anna Bóasdóttir

Sólveig Anna Boasdottir.jpg - mynd

Gullna reglan gildir ekki eingöngu um samskipti fólks, heldur segir Sólvegi Anna Bóasdóttir okkur frá því hvernig okkur ber að taka umhverfið með í reikninginn þegar við viljum standa undir þeirri ábyrgð sem okkur er útdeilt. Danni hitti Sólveigu Önnu á torginu í Háskóla Íslands og fékk hana til að segja okkur aðeins frá erindi sem hún hélt á umhverfisráðstefnu síðastliðið haust. 

Gullna reglan og umhverfismál

 

 

Erindi Sólveigar á málþingi um umhverfismál

Hæ, ég heiti Danni, og ég er í stjórn ÆSKÞ. Og ég er hérna með Sólveig Önnu Bóasdóttir, sem er prófessor í guðfræðideildinni í HÍ Og hún var um daginn að taka þátt á málþingi sem fjallaði um umhverfismál, og hún var að fjalla um Gullnu regluna Sólvegi, um hvað fjallaði málið þitt, nákvæmleg? Já, eins og þú sagðir, þá fjallaði það um Gullnu regluna, og hvernig við gætum nýtt hana, þegar við erum að tala um loftslagsbreytingar, og hvað við þurfum að gera.

Gullna reglan er allra

Og Gullna reglan er regla sem er ekki bara kristin, eða í kristnu samhengi, heldur þekkist um allan í öðrum trúarbrögðum Og hún er svona eins og flestir vita, að 'allt sem þið viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera' Þannig að þarna er verið að höfða til þess að þú setjir þig í annarra spor, og það sem aðrir vilja að þú gerir, þú skalt þá vera eins. Þannig að þarna er svona verið að höfða til samsemdar ef við skiljum það orð, að við eigum sameiginlegt.

Að setja sig í spor annarra

Ertu þá að segja að við þurfum að setja okkur í spor þeirra sem að eru að lenda illa út af loftslagsbreytingum og umhverfis?

Já, ég byrja á því einmitt, að það er spurningin hvort að við, það sé nægjanlegt að bara taka gullnu regluna eins og hún er og segja, við þurfum að setja okkur í spor þeirra sem verða fyrstir fyrir afleiðingunum, eins og núna, þar sem að er búið að fara yfir fellibylir og það er allt í rúst, við verðum að hjálpa þeim

Jafningjar sköpunarinnar

En svo var ég að segja svolítið meira en það, að Gullna reglan er ekki bara milli manna heldur við verðum að útvíkka hana og dýpka hana, við verðum bæði að breikka og dýpka Gullnu regluna, og skilja hana þeim skilningi að við verðum að samsama okkur með öðrum lífverum á jörðinni, með dýrunum og lífverum og með náttúrunni. Þannig að þetta gildir ekki bara um menn, heldur að við verðum að vera vinir og jafningjar allrar sköpunarinnar og allrar náttúrunnar.

Hvað getum við gert?

En ef við setjum okkur í spor einhvers sem að fer hræðilega út úr loftslagsmálum, og það er bara allt hræðilegt og ömurlegt, og við erum bara gráti nær, hvað getum við gert?

Hvað getum við gert, já Þetta er náttúrulega stór spurning, en við getum eitthvað gert, og við verðum að gera eitthvað, og við verðum að byrja strax. En hver og einn getur ekki gert mjög mikið, þannig að við verðum að taka höndum saman sem ung og gömul, verðum við að finna út úr því hvað við getum gert með hverjum og byrjað strax. Við vitum um fullt af hlutum sem þarf að gera, og þarf að gera strax. Við verðum að hafa áhrif á stjórnvöld, við verðum að krefjast þess að stjórnvöld geri miklu meira, og svo verðum við líka að gera heima hjá okkur, allsstaðar þar sem við fáum því við komið

Að vinna saman í hópum

Svo við verðum að vinna saman í hópum? Við verðum endilega að búa til hópa, litla og stóra, og vinna saman, Heldur þú ekki, að svona 500 manna hópur af krökkum á Landsmóti sé einmitt tilvalinn til að gera eitthvað, taka höndum saman? Ég held að sko svona stór hópur, hann gæti skipt sér upp í sko fjölda litla hópa og látið virkilega um sig muna. Þannig að þegar þið ættuð endilega að fá krakkana til að búa til hópa, þar sem að þau búa og byrja að taka til hendinni. 

 
  • Alþjóðastarf

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...