Hjálparstarf kirkjunnar - 40 ára

04. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Hjálparstarf kirkjunnar - 40 ára

hjalparstarfid.jpg - mynd

Hjálparstarf kirkjunnar nær út um allan heim, og í þessu viðtali segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins, okkur aðeins frá öllu því fjölbreytta starfi sem verið er að vinna víðsvegar um heiminn, en Hjálparstarfið fékk nýlega alþjóðlega vottun og viðurkenningu á gagnsemi þeirra verkefna sem verið er vinna. Bjarni segir okkur frá innanlandsstarfinu og leggur áherslu á mikilvægi sjálfboðaliðanna og hversu afgerandi hlutverk þeirra er. 

Hjálparstarf kirkjunnar

 

 

Hjálparstarfið 40 ára


Já, Hjálparstarfið er að verða 40 ára bráðum. Prestar höfðu frumkvæði að stofnun Hjálparstarfs Kirkjunnar, 1970, í framhaldi af hungursneyð og neyðarástandi í Biafra í Nígeríu. Þannig að þetta er áratuga gömul stofnun og starfið snýst um það að hjálpa fólki í neyð. Og þarna á þessum tíma, þá fannst prestum kominn tími til að gera formlega stofnun, formleg samtök sem að sæju um þessa hluti fyrir kirkjuna. Og þess vegna var Hjálparstarf kirkjunnar stofnað Í upphafi snerist þetta um þetta semsagt, að sinna fólki í neyð, að mæta þörfum fólks, og hjálpa þeim sem að þyrftu mest á því að halda.

Stofnað í kringum hungursneyð

Þetta var stofnað í kringum bara hungursneyð og neyðarástand, þar sem að bara fólk er að berjast við að lifa af, og það er einn þátturinn sem er mjög ríkur enn í dag, að mæta neyðarástandi og aðstoða fólk sem er bara við það að missa líf sitt eða býr við þannig aðstæður að það þarf að bregðast við.

Aðstoð og starf líka á Íslandi

Svo er líka aðstoð og starf á Íslandi, og þá snýst málið meira um það, að þeir, hinir fátækustu, þeir sem standa höllustum fæti hér, fái líka stuðning til þess að lifa mannsæmandi lífi í samhengi okkar samfélags.

Og Hjálparstarf kirkjunnar er bæði með starf semsagt, erlendis, bæði með neyðarstarf, þar sem er verið að bregðast við, náttúruhamförum og mikilli neyð, og eins, þróunarsamvinnuverkefni Og svo starf á Íslandi, þar sem er verið að mæta þörfum fólks.

Neyðarástand og tímabundnar aðstæður

Stundum er ákveðið neyðarástand, þar sem fólk nær ekki endum saman og getur ekki séð fyrir fjölskyldu og börnum á mannsæmandi hátt, og þá er hægt að bregðast við og reyna að styðja, og mjög oft erum við líka með verkefni þar sem að við erum að hjálpa fólki að átta sig á aðstæðum, og kannski byggja upp sjálfstraust, og draga fólk úr einangrun og gera það virkara í samfélaginu.

Verkefni á Indlandi, Eþíópíu, Ugánda og víðar

Já, í dag erum við með verkefni á Indlandi, það eru svona eins og fósturforeldrar á Íslandi sem að taka að sér börn, og borga fyrir heimavist og skólagöngu og heilbrigðisþjónustu Fyrir um 300 börn á Indlandi. Síðan erum við með fæðu eða fæðuöryggisverkefni, verkefni í Eþiópíu sem snýst um vatn og afla vatns, og efla fæðuöryggi hjá fólki í Austur -Eþíópíu Og svo erum við með tvö verkefni í Úganda, eitt í höfuðborginni Kampala, sem að er nýhafið, nýtt verkefni sem byrjaði 2017.

Nýtt verkefni í Kampala

Það snýst um það að aðstoða ungmenni sem nánast eru eins og götukrakkar, ungt fólk sem hefur komið til borgarinnar í von um betraq líf, og svo mætir því þar atvinnuleysi og býr á götunni, eða býr í fátækrahverfum, og margir lenda í að hnupla og fara að sinna einhverju svona smáglæpum, og jafnvel að selja sig, til þess að lifa af.

Starfsmenntun í forgangi

Og þar erum við með verkefni sem að snýst um það að fá ungt fólk inn í miðstöðvar hjá okkur, þar sem að það fær starfsmenntun og líka eflir bara leikræna tjáningu og söng og dans, og koma þeim þannig áfram í lífinu, þannig að þau hafi eitthvað til að lifa af. Kannski gera við tölvur eða litla mótora, eða kannski að elda mat, eða kannski sauma föt. Einhver svona smá starfsmenntun sem að gefur þeim möguleika á að afla tekna til þess að getað lifað af.

Foreldralaus börn og HIV

Þetta er fyrir ungt fólk, svona 13-24 ára, og svo erum við með verkefni líka í Úganda, fyrir börn sem hafa misst foreldra sína úr alnæmi. Eða eru kannski með einstæða móður sem er á lífi en er smituð af HIV, eða kannski amma sem er á lífi, sem er að sjá um 7-8 börn, þannig að það er svona verkefni í héröðum Rakaij og Lyantonde í Úganda, þar sem að er verið að halda utan um börn sem líða vegna alnæmissjúkdómsins og hafa misst foreldra og jafnvel eru smituð sjálf, og þurfa að fá aðstoð, komast í skóla fá húsnæði, vatnstank, og svo framvegis.

Þannig að þetta eru helstu verkefnin, tvö í Úganda, eitt í Eþiópíu og eitt á Indlandi.

Styrkur frá Utanríkisráðuneytinu

Það vill nú svo til að við fáum líka styrk frá Utanríkisráðuneytinu, vegna verkefna sem við erum með. Við getum sótt um styrk, og þá þarf það að fara í gegnum ákveðnar síur og skoðun hjá þeim, og við þurfum að uppfylla ákveðin skilyrði, og þetta verkefni sem við erum með í Eþíópíu, þar erum við búin að vera með í 10 ár núna, og bara í október síðastliðnum, þá var farið til þess að meta verkefnið sérstaklega.

Heildræn nálgun - vottað ferli

Það var ráðið sænskt fyrirtæki sem vinnur bara í því að meta verkefni, og þetta sænska fyrirtæki, og ég fékk að fara með, fór til Eþiópíu til þess að meta verkefnið og reyndar líka verkefni okkar í Úganda Og þau gátu staðfest það, að verkefnið það skilar góðum árangri. Þau nefndu það að þetta virtist vera svona heildræn nálgun, þau nefndu það að samsstarf við samfélögin og staðaryfirvöld væru mjög gott.

Sjálfbærni -líf fólks breyst til hins betra

Þau nefndu það að það sem að hefur verið gert, eins og þessar vatnsþrær og brunnar, þetta virðist vera sjálfbært, fólkið kann að gera við þetta. Fólkið safnar peningum til að kaupa varahluti ef það þarf, eða gera við vatnsþrænnar. Þannig að við fengum góða dóma, að sjálfsögðu er margt sem við getum bætt, en við fengum góða dóma um að einmitt verkefnið ber árangur og að það nær til grasrótarinnar, og það skilar varanlegum árangri. Líf fólks hefur breyst til hins betra. Og þetta er bara sjálfstætt,hlutlaust mat, sem að við náttúrulega viljum gjarnan koma á framfæri að sýnir fram á að peningarnir, þeir skila sér.

Aþjóðleg neyðaraðstoð

Svo gleymdi ég að nefna það áðan, svo tökum við þátt í alþjóða neyðaraðstoð. Hjálparstarf Kirkjunnar, fyrir utan þessi verkefni sem við erum með, sem við köllum þróunarsamvinnuverkefni þá erum við þátttakendur í neyðarstarfi ACT - Alliance, það er Action Action by Churches Together (ACT). Og það er mikilvægt fyrir okkur, svona litla stofnun og lítið land eins og Ísland, að vera hluti af stærra samhengi og ACT Alliance er í 145 löndum ef ég man rétt og við tökum þátt í þessu starfi, og við getum sótt um til ríkisins þegar við sjáum einhverja stóra neyð jarðskjálfti í Nepal, eða jarðskjálfti inn á Haiti, eða hungursneyð í Eþíópíu, þá getum við sótt um til Utanríkisráðuneytisins, og þegar við fáum stuðning, þá sendum við það með okkar framlagi líka til ACT-Alliance, sem kemur þeim því á framfæri í viðkomandi landi.

ACT-Alliance

Og þá er ACT-Alliance, nánast með starfsemi í flestum löndum heims. Og þannig tökum við þátt í neyðaraðstoð útvega vatn, útvega mat, reisa skýli útvegafæði og koma á menntun fyrir börnin þegar neyðarástand kemur einhversstaðar upp.

Innanlandsstarfið

Sko, það er eins og þú nefnir nefndir áðan, þá erum við með starf um allt land í raun og veru, og Hjálparstarfið hefur alltaf verið með innanlandsdeild innanlandsstarf, og það eru prestar og djáknar, og námsráðgjafar og félagsráðgjafar um allt land sem að geta haft samband, og þá þarf að senda bara umsóknir hingað, og síðan er í samstarfi við félagsráðgjafann okkar reynt að aðstoða um allt land, en hér í Reykjavík og hér á Höfuðborgarsvæðinu erum við með fataúthlutun á hverjum þriðjudegi milli 10 og 12 þá er hægt að koma og fá föt hér ókeypis, og sjálfboðaliðarnir okkar, þeir eru okkur mjög dýrmætir.

Dýrmætir sjálfboðaliðar

Þeir koma hér í hverri viku, og á miðvikudögum þá eru sjálfboðaliðar að sinna því að flokka fötin. Við fáum föt hérna á skrifstofuna okkar milli kl 08 og 16 bara, það er hægt að koma með föt hingað til okkar, Og þessir sjálfboðaliðar flokka fötin, þeir fara í gegnum þetta, og það er auðvitað algert skilyrði að fötin séu bara frábær og fín sem eru í úthlutun og þau eru það langflest fötin sem koma, en ef þau eru það ekki, þá bara notum við það endurnýtum við það í annað.

Og sjálfboðaliðarnir semsagt sortera og flokka föt, og síðan á þriðjudögum milli 10 og 12, þá eru aðrir sjálfboðaliðar sem að eru með í því að úthluta föt. Það þarf að finna réttu stærðina, og það þarf að Og það þarf líka að passa að menn séu ekki að taka of mikið af einhverjum einni flík, þannig að það er verið að sinna þessu vel. Og sjálfboðaliðarnir eru mikið að hjálpa okkur í þessu. Fyrst og fremst að flokka föt, og að úthluta föt. Svo eru önnur tilfallandi verkefni, eins og að taka til, sinna baukunum okkar og fleira slíku.

Starfið fyrir jólin

Og fyrir jólin, þá eru mikið af sjálfboðaliðum sem koma til að fara í gegnum gögnin sem við þurfum að taka á móti, við þurfum alltaf gögn, fyrir alla aðstoð. Við skráum allt niður og reynum að vinna þetta allt faglega, Og fyrir jólin er svona stór úthlutun, jólaaðstoð, og þá þurfum við ennþá fleiri sjálfboðaliða til þess að sinna allskonar öðrum þáttum líka.

Velkomið að hafa samband

Þannig að það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur og bjóða sig fram. Og sjálfboðaliðarnir okkar segja okkur það að það gefur mikinn tilgang að vera að sinna einhverju svona sem þau vita að kemur öðrum til góða. Svo er þetta góður félagsskapur og við höfum það mjög notalegt og skemmtilegt hérna saman þegar sjálfboðaliðarnir mæta til vinnu. 

 

Nánari upplýsingar má finna á www.help.is

 
  • Alþjóðastarf

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...