Loftslagsbreytingar - Ari Trausti Guðmundsson

04. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Loftslagsbreytingar - Ari Trausti Guðmundsson

AriTraustiGudmundsson.jpg - mynd

Loftslagsbreytingar eru að eiga sér stað núna, og það er engin leið að horfa fram hjá þeirri ábyrgð sem við berum öll á því sem er að gerast. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, hefur lengi fylgst vel með breytingum í umhverfi okkar, og í erindi hans á málþingi um umhverfismál síðasta haust, talaði hann um loftslagsbreytingar sem við erum að sjá. Danni hjá ÆSKÞ ræddi við hann og bað hann um að benda þátttakendum landsmóts á hvað best væri að gera. 

 

Hitastig jarðar hækkar hratt

Ari Trausti var að fjalla um loftslagsbreytingar, hér á málþingi um umhverfismál um daginn, er það ekki satt?

Jú, sko ég eiginlega sagði í allra stystu máli frá því hvað er að gerast, hitastigið á jörðinni er að hækka mjög hratt, hraðar en við höfum nokkurn tímann séð í svona, bara hundrað þúsundir ára, og vísindamenn og sennilega meirihluti minnsta kosti landsmanna hérna, er samþykkur því og veit að þetta er af völdum manna, fyrst og fremst.

Hvað er að gerast?

Það sem er að gerast er annars vegar við erum að brenna gríðarlegu magni af jarðefnaeldsneyti sem að ætti helst að vera kyrrt niðrí jörðinni, hefur ekki tekið þátt í andrúmsloftinu á neinn máta, og erum að brenna kol gasi, olíu og bensíni og öllu þessu. Og þá verða til gróðurhúsalofttegundir, og í því magni að þær eru farnar að hafa áhrif á hitastigið á jörðinni, og nú hækkar það með þessum hraða, að það stefnir í að allskonar óviðráðanlegir hlutir fari að gerast.

Yfirvofandi afleiðingar

Hvað gæti t.d. verið afleiðingin af þessu ef þetta heldur áfram bara, eins og það er?

Sko, það er í sjálfu sér mjög margt flókið sem er að gerast. Fyrir utan náttúrulega að það að brenna þessum efnum þá erum við líka að minnka t.d. skóglendi á jörðinni, og gróðurlendi á jörðinni, sem bindur svo aftur þessi gróðurhusagrös og heldur þeim í ákveðinni hringhrás, sem er okkur skaðlaus.

Jöklar minnka, hafið súrnar, öfgar í veðri

En það sem gæti gerst, og gerist núna við sjáum það bara, það er semsagt, jöklar eru að minnka, nú tala ég bara um Ísland gróðurfar er að breytast, það eru að koma nýjar tegundir inn hér inn í landið, sumar skaðlegar, og það eru semsagt, fisktegundir eru að færast til á miðunum, og svo framvegis. Það hækkar í sjónum, sem er mjög slæmt vegna þess að það er auðvitað mikið af byggð við sjó.

Hafið er að súrna, sem er ekki gott, vegna þess að þá geta allskonar sem eru með kalki, þær geta farið að leysast upp. Og svona fleira sem að mætti nefna, öfgar í veðurfarinu meiri stormar, meiri úrkoma Þannig að í það heila, þá eru þetta atriði sem að við viljum helst ekki sjá breytast á þennan máta.

Stöðugleiki í uppnámi

Við viljum hafa stöðugleikan, en hann er í sjálfu sér í uppnámi. Þú segir eins og jöklar hér á Íslandi eru að minnka Þetta hefur alveg áhrif hérna á landi, við erum ekkert ósnertanleg hér? Nei, nei, sko það er nú ein ástæðan fyrir því að haf-yfirborðið er að hækka, er aðvitað þetta að það er að bætast meira vatn í höfin, og það kemur fyrst og fremst frá jöklum. Svo að það er nú beinlínis hér með okkur okkar 10% af landinu sem er hulið jökli. Það sem gerist líka er það að þegar þunginn á eldstöðvunum það sem er undir Vatnajökli til dæmis, þegar hann minnkar, að þá eru vissar líkur á því að eldvirkni aukist, þannig að þetta hefur margvísleg áhrif.

Margvísleg áhrif

Það eru áhrif sem við getum sagt að séu á vissan hátt til góðs, það er t.d. aukið gróðurfar. Meiri gróska, en allt hitt vegur í sjálfu sér þyngra. Þannig að í það heila, ef að maður svona reiknar jöfnuna og klárar dæmið, að þá eru umhverfisbreytingarnar neikvæðar að of miklu leyti til þess að við getum sætt okkur við það.

Hvað geta íslendingar gert?

Þú segir að þetta sé af mannavöldum, en hvað getum við, geta íslendingar geta gert? Við gerum það sama og allir aðrir. Allur heimurinn er á einum báti, það skiptir ekki máli hvort við erum hér, eða einhversstaðar annarsstaðar, loftslagsbreytingarnar hafa áhrif um allan heim, en hér á Íslandi, þá gerum við það, eins og ég segi, það sama og aðrir, við verðum að draga úr losun losuninni.

Við verðum að færa t.d. orku sem við notum í bíla, að færa hana úr jarðefnaeldsneytinu yfir í, við skulum segja, raforku eða eldsneyti sem að við getum framleitt sjálf, eins og t.d. alkóhól, sem hægt er að búa til úr einmitt þessu gasi, sem við viljum ekki hafa í of miklu mæli í andrúmsloftinu. Við þurfum að draga úr losun þegar kemur að iðnaði. Við þurfum að endurnýta allt hráefni sem við getum vegna þess að eitt af því sem að ógnar líka við skulum segja, lífi jarðarbúa, er gríðarleg neysla og gríðarleg notkun á allskonar auðæfum jarðar og við þurfum semsagt að draga úr neyslu, endurnýta allt sem við getum. Spara orku, spara vatn, hugsa semsagt, hagkvæmt, og hætta að vera mjög gráðug.

Parísar-samkomulagið 2030

Þetta er ekki auðvelt en þetta er hægt, og ef að við sjáum fram á það að stór hluti heimsins getur þetta, þá náum við þessu markmiði sem að þjóðir heimsins, sem eru yfir 190, settu sér með svokölluðu Parísar-samkomulagi, sem gengur út á það að minnka, alla þessa losun um svona tæpan helming, 40%, fyrir árið 2030 og reyna að halda hlýnun jarðar, ef við tökum allan hnöttinn meðalhita jarðar, reyna að halda hækkuninni innan við 2 gráður.

Ef að það tekst, þá er þetta nokkuð þolanlegt, en ef að það tekst ekki, þá hrannast upp vandræði sem að við viljum helst ekki sjá. En það er engin ástæða til að vera svartsýnn, vegna þess að samstaða fólks og umhugsun og við skulum segja, sjálfbærni

Sjálfbærni og kirkjan í fararbroddi

Sjálfbærni þýðir það að nýta auðlindir á hagkvæman hátt, án þess að skerða þær um of. Ef að þetta ræður för, þá getum við verið ánægð með okkur. Það er semsagt, mjög stórt verkefni fyrir höndum? Já, og þá kemur að einu að núna er kirkjan, hún er einskonar fjöldahreyfing, ekki satt?

Kirkjan er stór og í henni er margt fólk. Hún á, að mínu mati, og það var það sem ég sá á þessari ráðstefnu, hún á að vera í fararbroddi ásamt öðrum, vísidnamönnum og allskonar félögum og stjornmálamönnum. Hún á að vera þarna með og leggja allt sem að hún getur að mörkum til þess að styrkja samstöðuna og vinna bug á þessu vandamáli. Hún getur það og hennar hugmyndafræði, að mörgu leyti, snýr nákvæmlega í þessa átt og hver er þá vandinn? Hann er í raun og veru ekki annar en sá að fara af stað

Skilaboð til 500 barna

Ertu með einhver skilaboð til svona 500 unglinga sem eru með það þema að endurvinna?

Ég er með það sko og þá ætla ég að horfa beint í augun á þeim. Krakkar, þið getið gert ákaflega margt, Þið eigið fullt af hlutum, ykkur langar í fullt af hluti, Um ykkar hendur fer plast, það fara umbúðir það fara allskonar hlutir, dýrmætir hlutir og misdýrmætir hlutir, málmar, og allskonar hlutir. Flokkið, endurnýtið notið hlutina lengur en þið hafið hugsað ykkur í fyrstu og ímyndið ykkur að öll þessi smá skref sem þið takið þau hjálpa okkur.

Þið heyrðuð í manninum Takk fyrir Ari 

 
  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...