Mikilvægi messuþjóna - Willy Petersen

04. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Mikilvægi messuþjóna - Willy Petersen

WillyPetersen.jpg - mynd

Willy Petersen og frú, hafa verið messuþjónar í Grensáskirkju frá upphafi. Hlutverkið og samfélagið í kringum starf messuþjóns er búið að spila stórt hlutverk í lífi þeirra, og það skapast oft skemmtileg og spennandi stemmning þegar orð dagsins eru rædd, og áhrif messuþjóna sýna sig í predikunum prestsins í sunnudagsmessu. 

Mikilvægi messuþjóna

 

 

Willy Petersen, innfæddur Reykjvíkingur

Já, ég heiti nú Willy Petersen og ég er blikksmiður og rak blikksmiðju í mörg ár Er innfæddur Reykvíkingur, fæddur hér niðri á Laugateig, og við hjónin við höfum verið messuþjónar frá upphafi í Grensáskirkju. Við vorum beðin um hvort við vildum koma í slíka messu messuhóp og gerðum það mjög fúslega, og höfum notið þess mjög, margan hátt. 

Formfesta og skipulag

Nú messuþjónar, þeir gera náttúrulega ýmislegt. Við erum svolítið formföst. Við höfum alltaf fund á þriðjudegi kl. 17:30, og á þeim fundi er búið að setja upp nokkurnveginn messuskránna og þar förum við, byrjum á því að við náttúrulega leggjum messuna sem í vændum er, eins og núna á sunnudaginn, í Guðs hendur og síðan skiptumst við á. Leikmennirnir lesum lestrana, síðan kemur presturinn og hann les guðspjallið.

Textarnir og rödd fólksins

Þegar að þessu er lokið, þá diskúterum við textana, semsagt, við prestinn. Og svo merkilegt hefur komið hefur oft komið upp, að messuþjónar eru alls ekki sammála prestinum um hvað stendur í textanum Og það finnst okkur náttúrulega mjög skemmtilegt. Og þá fer fram svona umræða um það, hvaða hvað innihalda þessir textar? Og oft á tíðum, þegar við síðan komum í messuna, og heyrum prestinn flytja sína predikun, þá heyrum við hluta af því sem við vorum að segja Þannig að rödd fólksins kemur í gegnum þetta samtal inn í predikunina, og þar af leiðandi til safnaðarins Þetta finnst okkur svona, mjög skemmtilegt

Mæður fermingarbarna daga uppi

Hluti af messuhópunum í byrjun var það að, að þegar við byrjuðum, þá vorum við náttúrulega miklu færri, en þá voru mæður fermingabarna, sem komu oft inn í hópana, og hafa svo dagað þar uppi nokkrar, sko. Og það segir það, að þeim hefur líkað þetta, þetta starf Og við erum bara svona sem ein góð heild

Krakkarnir standa sig vel

En mér finnst krakkarnir standa sig yfirhöfuð mjög vel. Mæta vel, en við reynum að gera þau svolítið ábyrg. Það er að ef þau geta ekki mætt sjálf, þá verða þau sjálf að finna einhvern fyrir sig, ekki að við séum með lista af að hringja út um allt. Eini munurinn sem er á þessu tímabili frá því að við byrjum og þangað til núna, er það að við skiptum með okkur að hringja í þau, og segja þeim að nú eiga þau að koma næst. Bara svona til að minna þau á.

Styrkur kirkjunnar

En ég held að styrkur kirkjunnar, að stórum hluta, gæti verið í messuþjónastarfi út um allt Þannig að fólk sem er óvant þessu, það segir við okkur mikið er gaman að koma í þessa kirkju, það er fullt af fólki að taka þátt. Það er ekki bara presturinn. Þetta finnst mér skipta ofboðslega miklu máli. 

 
  • Menning

  • Messa

  • Menning

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...