Siðbót og umhverfið - Arnfríður Guðmundsdóttir

04. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Siðbót og umhverfið - Arnfríður Guðmundsdóttir

ArnfridurGudmun.jpg - mynd

Umhverfismálin eru mál málanna og kirkjan lætur ekki sitt eftir liggja á því sviði. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, segir hér frá helstu þáttum í erindi sem hún hélt síðastliðið haust um siðbótina og umhverfið, en það er margt sem má tengja saman við það þegar Lúther hengdi upp tesur sínar í Wittenberg fyrir 500 árum, og því sem þarf til að takast á við þá siðbót sem þarf að innleiða í dag gagnvart umhverfinu. 

 

 

Er tenging milli Lúthers, siðbótar og umhverfismála?

Já, í ár, þá erum við að halda upp á að það séu 500 ár síðan að Lúther hengdi Tesurnar sínar upp á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg, og við erum að halda upp á eitthvað sem gerðist fyrir 500 árum, en mér finnst mjög mikilvægt að við líka veltum því fyrir okkur hvaða þetta, hvaða merkingu þetta hefur fyrir okkur í dag í upphafi 21.aldar.

Tesur voru mótmæli

Og Lúther, með því að skrifa þarna einhverjar Tesur, eða setningar, þá var hann að mótmæla. Hann var að mótmæla spillingu, hann var að mótmæla andvaraleysi fólks, af því fólkið var ekki einhvern veginn var ekki að velta hlutunum of mikið fyrir sér, og lét hluti yfir sig ganga. Þannig að ég held að það sé eitthvað, sem að við ættum að skoða í okkar samhengi, ég held að við ættum að skoða, hvað er það sem að hugsanlega gæti kallað á slík viðbrögð í okkar samfélagi í dag.

Máttur fjöldans

Siðbót Lúthers hefði aldrei orðið að neinu ef Lúther hefði bara verið einn Prófessor í Guðfræði sem skrifaði bara einhvern texta og negldi hann upp a einhverjar dyr vegna þess að siðbótin varð að hreyfingu. Og hann náði að kveikja í fólki Hann náði að fá fólk með sér, og það er það sem að við þurfum að sjá gerast í dag. Við þurfum að skoða hvað það er í okkar samfélagi sem kallar á á siðbót, á að við bætum siðinn, og að við bætum það sem við erum að gera. Við vöknum til meðvitundar, og ég held að umhverfismálin séu þessi mál sem við þurfum að taka okkur á. Við þurfum að gera betur í umhverfismálum.

Kristni og skylda gagnvart Guði

Ef við erum kristin, og játum trú á Guð, sem skapaði himinn og jörð, að þá erum við líka um leið að segja, Guð hefur ekki bara skapað himinn og jörð, og okkur, mig og þig, heldur Guð hefur líka gefið okkur verkefni, þetta verkefni er að passa sköpunina, er að passa náttúruna, er að passa hvort annað, og ég held að þetta sé eitthvað sem að við þurfum að vakna til meðvitundar um. Við þurfum að vita að þetta sé mikilvægt og við þurfum að kalla á viðbrögð við því hvernig, hvernig ástandið er í umhverfismálum, og við getum hvert og eitt lagt eitthvað að mörkum, Ég get ekki gert þetta ein, þú getur ekki gert þetta einn, við getum gert þetta saman.

Ný siðbót

Nú ertu að segja að við þurfum nýja siðbót, við þurfum breytingar til hins betra, eins og í umhverfismálum. En hvernig gerum við þessa siðbót? Hvernig á hún að byrja? Eigum við öll að fara og hengja upp greinar á Hallgrímskikrju, hvað þurfum við að gera?

Ég held að við þurfum hvert og eitt að skoða okkar eigið samhengi. Bíddu, hvað geri ég þegar ég vakna á morgnana? Og þegar ég fer að sofa á kvöldin? Hvað er ég búin að gera til þess að bæta umhverfið mitt í dag? Ég held að við eigum að byrja þar. Og svona hópur af öflugum unglingum ég held að það sé ekkert sem að vekur meiri von um framtíðina, og framtíð jarðarinnar sem við byggjum, heldur en unglingar sem að eru meðvitaðir um mikilvægi þess að við pössum upp á umhverfi okkar, pössum upp á jörðina, okkar, alveg eins og einhvern dýrgrip sem að okkur er treyst fyrir.

Skilaboð til framtíðarinnar

Nú, fyrst þú talaðir um framtíðina, og unglingana, ertu með einhver skilaboð til framtíðarinnar, til unglinganna? hvað við getum gert?

Já, ég held að við, krakkar, getum öll lagt okkar, að mörkum. Ég held að þetta sé ekkert alveg eins og siðbót hefði ekki orðið neitt, ef Lúther hefði bara verið einn, gamall kall að kvarta, heldur að siðbót þarf að vera hreyfing, og við erum öll í bara okkar daglega umhverfi, þá erum við að leggja eitthvað til málanna, bara til dæmis hvernig við umgöngumst endurvinnslu.

Það er ein hugmynd, hvað geri ég til þess að bæta stöðuna? Hvað geri ég varðandi plastið, hvað geri ég varðandi, bara semsagt, öll þessi, fer ég vel með auðlindirnar sem okkur er trúað fyrir? Þessum dýrgrip sem jörðin er.

 
  • Alþjóðastarf

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...