Að skila skömminni

05. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Að skila skömminni

AstaDisGudjonsdottir.jpg - mynd

Á Íslandi býr margt fólk við fátækt. Forsendur þess af hverju það býr við fátækt eru ýmsar, en oft er um að ræða tímabundnar aðstæður sem skapast í lífi fólks og það þarf tíma til þess að vinna sig út úr krefjandi aðstæðum. Ásta Dís Guðjónsdóttir leggur hér áherslu á  mikilvægi þess að sú skömm sem fólk upplifar, sé ekki þess eðlis að hún eigi að vera ráðandi fyrir líf þeirra og það beri að skila henni til þeirra sem eru ábyrgir. 

  

Meiri skömm á Akureyri

 ...og á Akureyri, það gekk allt að óskum þar? Það gekk ljómandi vel á Akureyri. Og hérna, ég held að þetta hafi verið góður stuðningur við deildina þar og fyrsta svona alvöru skrefið að opna á umræðina. Nú var talað um t.d. að á Akureyri, þiggja yfir 300 manns jólaaðstoð. Þannig að við vitum alveg að fátæktin er til staðar. En það er enn meiri skömm þar heldur en í Reykjavík. Þannig að þar eru ekki biðraðir fyrir utan, vegna þess að þar viltu ekki sjást í biðröð. Þannig að þeir semsagt, samfélagið er smærra, skömmin er meiri og mér finnst full ástæða til þess að vinna aðeins meira í því með þeim á Akureyri, að við þurfum bara að skila þessari skömm þangað sem hún á heima og hætta að bera hana.

Ekki verri manneskjur

Við erum ekkert verri manneskjur þó við höfum lent í einhverjum aðstæðum sem gera lífið erfiðara heldur en hjá öðrum. Þannig að það er engin ástæða fyrir fólk að taka þetta inn á sig. Maður þarf að upplifa þetta í raun og veru til að skilja þetta og sjá hversu sérstakt þetta er að vera komin í einhvern með svona.

Það er líf eftir erfiðleika

Já, ég get leyft mér að segja þetta, af því að ég er búin að vera í þessum aðstæðum sjálf. Ég bjó við fátækt og hérna, ég skammaðist mín fyrir hana á meðan á því stóð, og átti mjög erfitt með að tala um þetta. En ég er að tala um þetta í dag, og ég er mjög virk í þessum samtökum í dag, vegna þess að ég hef þessa reynslu að baki. Og ég veit hvað það var erfitt að að opna á það á þeim tíma.

Og þess vegna finnst mér skipta mjög miklu máli að tala við fólk sem býr við fátækt í dag, og það viti af því að það er til líf eftir erfiðleika. 

 
  • Samfélag

  • Samfélag

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...