Ein stór fjölskylda - Sunnudagaskóli Grafarvogskirkju

05. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Ein stór fjölskylda - Sunnudagaskóli Grafarvogskirkju

ÞoraBjörgSigurðardóttir.jpg - mynd

Þóra Björg er æskulýðsfulltrúi í Grafarvogskirkju og búin að fylgja mörgum börnum frá sunnudagaskóla og yfir fermingu. Starfið í Grafarvogi einkennist af sterkri fjölskyldutilfinningu meðal þeirra sem eru að taka þátt. Starfið er ekki bara í Grafarvogskirkju, heldur eru þau með aðstöðu í kirkjuseli í hinum enda hverfisins og reyna þannig að ná til allra sem vilja vera með og hluti af þessi skemmtilega starfi. 

 

 

Grafarvogur er stór

Komið þið sæl, nú er ég komin upp í Grafarvogskirkju og hjá mér situr æskulýðsfulltrúi kirkjunnar. Viltu kannski kynna þig? Já, ég heiti Þóra Björg, og er æskulýðsfulltrúi hérna í Grafarvogskirkju. Búin að vera í já, í þónokkur ár. Og hvað ertu að starfa svona aðallega við? Það er sunnudagaskóli, 6-9 ára starf, og 10 - 12 ára starf unglingastarf.

Og við erum náttúrulega á fleiri stöðum en hér í hverfinu. Já, Grafarvogur er svo rosalega stór, þannig þið eruð ekki bara í þessari kirkju með ykkar starf? Hvar eruð þið líka? Við erum með svona kirkjusel, alveg á hinum endanum í hverfinu. Þannig að þið þurfið alveg tvö rými fyrir starfið ykkar? Já.

Starf Sunnudagaskólans

Viltu segja mér aðeins frá Sunnudagaskólanum, af því að við erum með svona litla dúllu með okkur, fyrir þessi yngstu. Hvað eru þau svona helst að bralla í Sunnudagaskólanum?

Það er náttúrulega sungið, og Hafdís og Klemmi á myndbandi. Svo er brúðuleikhús, og við förum í leiki, hlustum á sögu. Og litum og fáum djús, og límmiða Það er alltaf mjög skemmtilegt í sunnudagaskólanum

Ef þú hugsar svona um tvö - þrjú orð sem þér dettur í hug þegar þú hugsar um Sunnudagaskólann í Grafarvogskirkju, hvaða orð koma svona upp í huga þinn?

Skemmtilegt, fjör, og kærleikur.

Af hverju kærleikur? Það er bara alltaf svo mikill kærleikur hérna Hvort sem það er sunnudagaskólinn eða eitthvað annað starf, það er alltaf góður andi hérna, mjög skemmtilegt.

Barna- og unglingastarf

Og svona fyrir utan Sunnudagaskólann, þennan hefðbundna Sunnudagaskóla á sunnudögum, hvað eruð þið að gera meira skemmtilegt?

Sko, vð erum alltaf með í hverri einustu viku, þá er barnastarf yfir veturinn semsagt. Við erum með tvo 6-9 ára hópa, og 10-12 ára hópa. Og hérna, unglingastarf.

Og svo er erum við líka með mjög öflugt sumarstarf hérna Hér er alveg troðfullt á öll leikjanámsskeið á sumrin Og það eru svolítið krakkarnir sem skila sér líka inn um veturinn.

Ein stór fjölsklda

Þannig að það er, við erum soldið eins og ein stór fjölskylda hérna. Maður þekkir alla í hverfinu og svona. Og þegar Og þegar krakkarnir fara síðan og eru að fermast, þá er soldið skemmtilegt að vera búin að fylgjast þeim öll þessi ár. Svona finnst eins og ég eigi smá í þeim (hlátur) Þannig að þau koma hérna á leikjanámsskeið á sumrin, og koma svo inn í vetrarstarfið og eru hérna bara þangað til þau fermast. Já, og vonandi auðvitað lengur. Nákvæmlega.

Jól í skókassa

Hvað eruð þið svona að gera með sex ára og eldri krökkunum helst? Hvað svona, hvað eruð þið að gera? Allt á milli himins og jarðar. Það fer auðvitað bara, fullt af leikjum og föndra og svo tökum við þátt í allskonar, eins og Jól í skókassa, og einhverjum svoleiðis verkefnum.

Hvað eru Jól í skókassa?

Þá söfnum við saman hlutum, sem við setjum síðan í skókassa, og þessir skókassar eru fluttir Þá er ég að tala um föt og dót, og tannbursta og svoleiðis. Til Úkraínu, til barna, sem að fá ekki annars jólagjafir Þannig að þetta eru jólagjafir fyrir þau. Þannig að þetta eru jólagjafir fyrir þau. Þannig að þið eruð að taka þátt í svona hjálparstarfi líka? Já

Auka heimili

Og hvað svona, af hverju eiga krakkar að koma í kirkjuna? Hvað er það sem að þau fá svona út úr því að koma hingað? Sko, fyrst og fremst, þá held ég að það sé bara ótrúlega skemmtilegt (hlátur) Bara ótrúlega gaman, en það sem ég vonast tl að þau fái er að þegar þau komi hingað í kirkjuna, að það sé svolítið þeirra auka heimili, en ég vona auðvitað að þeim líði alltaf vel og ég reyndar upplifi það að þau geri það,

Allir fá að njóta sín

Og þetta er svona, hér fá allir að láta ljós sitt skína. Já, fá allir að njóta sín. Allir njóta sín. Ég finn það að þú ert búin að segja, eigi bara að finna sig heima Sé bara eins og ein stór fjölskylda, það hljómar ótrúlega vel. Ég held að það sé soldið þannig

Bara hvet krakka til þess að fara í kirkjuna í sínu hverfi, þetta er ótrúlega skemmtilegt 

 
  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...