Fátækt og Pólitík - PEPP

05. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Fátækt og Pólitík - PEPP

Fátækt og pólitík - Ásta Dís Guðjónsdóttir.jpg - mynd

Það er bein tenging milli fátæktar og lélegra pólitískra ákvarðana, segir Ásta Dís Guðjónsdóttir sem sagði okkur frá verkefnum EAPN og PEPP, EMIN-átakinu í 31 Evrópulandi, og góðum viðtökum íslenskra stjórnmálamanna sem mættu á fundi þeirra í Reykjavík og á Akureyri. 

 

 

31 Evrópuland að vinna saman

Þið eruð ekki ein í þessari baráttu Þú sagðir að það væru 31 land í Evrópu sem eru að vinna með ykkur í þessu. Og núna er búið að vera heljarinnar verkefni í gangi. byrjum á skammstöfunum, hvað erum við að tala? 

Við erum að tala um hérna, á ensku heitir þetta EMIN-Bus journey, þetta verkefni EMIN stendur semsagt fyrir European Minimal Network Scheme Og þetta snýst um að við erum að hvetja öll þessi Evrópulönd, til þess að lögfesta framfærsluviðmið. Og það skiptir svo miklu máli, af því það er svo öflugt verkfæri í verkfærakistuna, bæði fyrir okkur og fyrir stjórnvöld.

Af því þá erum við komin með viðmið sem að hérna, að ef það er viðunandi og allir eru sáttir við það, þá getum við tryggt að það sé engin sem fær minna en þetta. Þá vitum við, skilurðu, þetta er lágmarkið sem þarf til þess að geta lifað af. Og ég held að það sé bara gott fyrir alla, og ég er ekkert ein um að finnast það, því að þetta er það sem við höfum verið að gera, fara á milli staða í 31 Evrópuríki Evrópulandi, stoppað í borgum og bæjum

Stoppað í 120 bæjum og borgum Evrópu

Ég held að það hafi verið stoppað á 120 stöðum víða í Evrópu þar sem að hefur verið boðið upp á samtal á milli stjórnvalda á hverjum stað fyrir sig, og fólks í fátækt og það hefur bara gefist mjög vel. Við héldum, við ætluðum að halda fund á Ingólfstorgi og reyndum það, en veðurguðirnir voru okkur ekki alveg nógu hliðhollir með það, þannig að við færðum okkur um set og fórum inn í hús og fyrir vikið fengum við kannski ekki jafn marga gesti og gangandi eins og við vorum að vonast til, að geta ávarpað fólk sem ætti bara leið um.

Gott samtal við fulltrúa stjórnmálaflokka

Og bjóða þeim inn í samtalið, en við áttum mjög gott samtal við fulltrúa þeirra flokka sem mættu Og mér finnst það mjög mikilvægt, því við erum Við erum að sá fræjum, við eigum eftir að sjá þau spíra Þannig að við erum að sá fræjum og við erum að bjóða upp á fyrsta alvöru samtalið í þessa átt.Og gera fólki grein fyrir hvað þetta er mikilvægt að hafa þetta viðmið Þannig að, svo hérna fórum við semsagt, þetta er búið að vera svolítil keyrsla, það er búið að taka langan tíma að undirbúa þetta Þannig að það var rosalega gaman að upplifa þetta loksins, og við fórum semsagt.

Staðan erfiðari á Akureyri

Vorum með fundinn á þriðjudaginn hérna í Reykjavík, fórum svo á miðvikudag miðvikudaginn norður á Akureyri, með rútu Fékk loksins að dusta rykið af meiraprófinu mínu. Ok, vel gert Fékk loksins að keyra rútuna, hafði mjög gaman að því Og við vorum með tveggja tíma fund á Glerártorgi á Akureyri, og töluðum við þá stjórnmálamenn sem komu þar og áttum mjög ánægjulega stund Við erum með deild á Akureyri, EAPN deild á Akureyri og við erum með PEPPara á Akureyri, og eitt af því sem við komumst að á Akureyri, er að staðan er jafnvel erfiðari.

Lélegar pólitískar ákvarðanir orsök fátæktar á Íslandi

Okkur finnst hún erfið hérna í Reykjavík en fólk er komið aðeins lengra hérna í að skila skömminni, af því að hérna fólk sem festist í fátæktargildrum það lendir þar af því að einhversstaðar hafa verið teknar lélegar pólitískar ákvarðanir Því að fátækt er afleiðing af af pólitískum ákvörðunum, það er bara staðreynd. Og þess vegna skiptir svo miklu máli að fá þessa tengingu við stjórnmálamennina, að þeir átti sig á því að þeir geta breytt þessu.  

 
  • Alþjóðastarf

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...