Hvað er umhverfisguðfræði?

05. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Hvað er umhverfisguðfræði?

Screen Shot 2018-08-05 at 09.29.29.jpg - mynd

Umhverfisguðfræði er grein innan guðfræðinnar þar sem horft er á heilstæðan hátt til sköpunarinnar og hlutverk mannsins skilgreint sem ráðsmanns sem ber ábyrgð á því að gæta vel að umhverfinu, sem og öllu lífi á jörðinni. Sr.Eva Björk Valdimarsdóttir, segir okkur hér í stuttu máli aðeins frá því helsta sem umhverfisguðfræðin fjallar um og hvað við gætum íhugað varðandi hvernig við veljum að leggja okkar af mörkum. 

 

 

Sístæð sköpun


Umhverfisguðfræði er guðfræði sem fjallar um manninn, hlutverk hans hér á jörðinni. Hún lítur á jörðina sem sköpun Guðs og Guð er sá sem skapar veröldina, allt sem í henni lifir. Okkur mannfólkið og lífverurnar og viðheldur sköpuninni. Sköpunin er ekki tilbúin, hún er sístæð, hún er alltaf í gangi. Og hann elskar sköpun sina og vill henni vel

Kristin hugmyndafræði

Við erum sköpuð í hans mynd, við erum sköpuð Guðs mynd. Það er okkar hlutverk að hlúa að sköpuninni og elska hana eins og Guð gerir Þessi hugmynd hefur stundum verið misskilin, þannig að við mennirnir höfum litið á okkur sem yfir sköpuninni, að við eigum að drottna yfir henni. Við megum gera hvað sem er. Það er eitthvað sem að þarf að leiðrétta, þessi hugmynd er í rauninni úr kristni, þess vegna þarf samtal í kristinni siðfræði og umhverfissköpuninni. Sú hugmynd að við eigum að drottna yfir sköpuninni og að við megum gera hvað sem er við hana, hún er að hluta til í rauninni kristin.

Við þurfum samtal

Margir kenna kristinni guðfræði um það hvernig komið er. Þess vegna þurfum við þetta samtal Við þurfum að leiðrétta þessa hugmynd Okkar hlutverk er að vera ráðsmenn á jörðinni og gæta að sköpuninni Og passa upp á hana, fara vel með hana. Og taka þátt i sköpuninni, í rauninni, við erum sköpuð í Guðs mynd Þá tökum við þátt og erum hluti af sköpunarverkinu og tökum þátt í því.

Gerum betur

En við þurfum að gera betur. Við höfum ekki staðið okkur nógu vel. í þessu hlutverki, við þurfum að gera betur og af því að það er komið í óefni. Við verðum að viðurkenna það að jörðin er að hlýna og það er margt að gerast sem er ekki gott Og þess vegna þurfum við að standa okkur betur, og þess vegna þurfum við samtal, bæði í kristinni kirkju og annarsstaðar.

Fólkið í kirkjunni

Og kristin kirkja er líka ein stærsta trúarhreyfing heims, þannig að hún getur orðið farvegur fyrir svo margt, fyrir góðar breytingar og jákvæðar breytingar. Fyrir það að við endurskoðum hvað við erum að gera hvernig við förum með jörðina. Þetta er það sem að brennur á unglingum. Við höfum heyrt það, bæði í æskulýðsfélögunum, og líka á Kirkjuþingi Unga Fólksins, það er haldið á hverju ári.

Kirkjuþing Unga Fólksins

Í nokkur ár núna í röð, þá hefur Kirkjuþing Unga Fólksins ályktað um þetta að þau vilja, bæði að samfélagið sitt og kirkjan sín, standi sig betur í umhverfismálunum. Og þau vilja leggja sitt af mörkum til að snúa þessari þróun við, þessari slæmu þróun sem hefur orðið 

 
  • Alþjóðastarf

  • Fræðsla

  • Ráðstefna

  • Þing

  • Fræðsla

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...