Landsmót 2018 - Leikir - Sigurður Óskar í viðtali

05. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Landsmót 2018 - Leikir - Sigurður Óskar í viðtali

SigurdurOskarOskarsson-Landsmot2018.jpg - mynd

Landsmot ÆSKÞ 2018 verður haldið núna í haust, en Siggi frá ÆSKÞ kom í þátt Leitanda.is og sagði okkur aðeins frá því hvað Landsmót er og hvað er á döfinni þetta árið. 
Þemað sem unnið verður með að þessu sinni eru Leikir og mun Landsmótsnefnd leggja alla áherslu á að búa til skemmtilegt og fjörugt umhverfi þar sem þátttakendur Landsmóts víðsvegar að af landinu, munu læra að leika sér saman og njóta þess að eiga nokkra daga á Landsmóti 2018.

 

Æskulýðsstarf allsstaðar á landinu

Sæll Siggi og velkominn til okkar. Takk Heyrðu, segðu mér frá Landsmóti, hvað er Landsmót?

Landsmót er viðburður þar sem að æskulýðsstörf kirkjunnar allsstaðar á landinu, geta komið saman og haft góða helgi saman (hlátur) Og er þetta mikið af krökkum sem eru að koma? Það er alveg heilmikið Í fyrra vorum við eitthvað um 400, held ég. Ég er voða lélegur með tölur, ég veit ekkert hvað, ég veit bara að það er rosa gaman Og ég sé til þess að að það sé ógeðslega gaman.

Egilsstaðir er staðurinn

Við erum byrjuð að skipuleggja núna, alveg á fullu, ætlum að vera á Egilsstöðum. Í fyrra vorum við á Selfoss, svona flökkum við um landið svo að allir geti..., það þurfi ekki alltaf sami aðilinn að að ferðast rosalega langt. Þannig að það er náttúrulega bara Hvað get ég sagt þér meira? Þetta er Landsmót, bara..

Já, og það er heilmikil stemmning í aðdraganda ég meina, þið farið í rútu, það að fara í rútu hlýtur að vera skemmtilegt, er það ekki? Það finnst það sumum, mér finnst það ekki, hahaha Nei, ég segi svona, það er voða gaman. Ég er allaveganna farinn að hlakka mikið til sko, það er alltaf.

Fyrst á Landsmót 2004

Ég held bara að það sé svo ofboðslega mikilvægt að fara á svona viðburði, ég held að ég sjálfur, ég fór á Landsmót bara þegar ég var, fyrst fór ég á Landsmót 2004 þegar ég var í 9nda bekk. Og ég þorði ekki árið áður, það var einhver ótti Ég þorði ekki, nei, já, ég veit ekki, á ég að þora. Hvernig var það, af hverju var það svona ógnvekjandi? Ég bara, einhverjir krakkar sem ég þekkti ekki og, og svo bara árið eftir þá var þetta æðislegt. Ég bara...

Stór hópur í kringum landsmótið

Þú ert bara enn á Landsmóti? Já, ég er bara fastur. Það er verið að reyna að sparsla mér út eitthvað, það gengur ekki En þú ert ekki bara einn, þetta er alveg heilmikill og flottur hópur í kringum þig. Hverjir eru þetta sem eru að koma með þér sem leiðtogar eða stuðnings-, aðstoðarfólk.

Hvernig skiptist þetta niður? Ja, við náttúrulega, nefndin er aðeins byrjuð að funda núna og erum að skipuleggja hvernig við ætlum að hafa dagskránna, hvað er hægt að hafa í boði, hvað eigum við að hafa í matinn og eitthvað svona Og svo hérna, svo kemur stór hópur af sjálfboðaliðum, af krökkum sem eru búnir að vera sjálf á Landsmóti og finnst svo gaman að þau þurfa einhvern veginn að fá að vera með, þannig að við búum til svona sjálfboðaliða stöður fyrir þau einhvern veginn. Ótrúlega flottir krakkar sem hafa verið að koma þar.

Hvað er þetta ca. stór hópur? Þessi sem er að vinna að Landsmóti, þegar allir eru taldir með? Ætli það séu ekki, 10-12 manna nefnd og 20 sjálfboðaliðahópurinn og svo náttúrulega koma leiðtogar með sínum hóp og svona 40-50 manns? Já, allavega svona 40 manns sem eru að já, kannski. Já, ég veit ekki, ég er bara að taka þessar tölur einhversstaðar hahaha, Tölum um hvernig þér líður með þetta Það er fullt af fólki og ótrúlega margar hendur sem vinna rosalega stórt verk. Þetta er ekkert...

Dagskráin - Hvað gerist á Landsmóti?

En hvernig hefur svo dagskráin verið, ef við horfum t.d. á Landsmóitð í fyrra. Núna eruð þið væntanlega að búa til dagskránna, þannig að hún er ekki komin, en ef við horfum á svona sem dæmi hvernig dagskráin var í fyrra. Geturðu sagt mér aðeins svona hvernig þetta fer fram? Já, við mætum á föstudeginum, þá koma allir sér náttúrulega bara fyrir, og svo borðum við saman. Og svo er kvöldvakan náttúrulega alltaf á kvöldin, og svo er mótsetning. Agnes kom í fyrra nei, hún kom ekki í fyrra. Ég er að ljúga að þér Hún sendi mynd, en hún kemur stundum haha Já, og svo, semsagt á laugardegi, mótið er aðallega laugardagurinn sko, það er náttúrulega þá borðum við morgunmat, svo hérna, er einhver smá fræðsla, svo borðum við hádegismat og þá

Kvöldvökur

Þú varst að tala um hérna, kvöldvökur. Hvað eru kvöldvökur? Hvað gera menn á kvöldvökum? Ja, það er bara rosa misjafnt. Við förum í einhverja leiki, eða einhverja svona hóppartý leiki einhverja sko dansað og sungið, trallað og Og eru menn alveg langt fram á nótt, fara menn einhverntímann að sofa, eða? Nei, það þýðir ekkert að sofna, Nei, við förum náttúrulega bara á siðsamlegum tíma að sofa bara. Og eru menn þá allir saman, eða eins og þú segir, fara menn í sitthvora kjarna eru mismunandi leiðtogar með mismunandi dagskrá á kvöldvökunni hjá sér, eða, hvernig virkar þetta? Við erum öll saman inní, allir sem eru á mótinu koma á kvöldvöku og það er sungið og einhver skemmtiatriði.

Hæfileikakeppnin

Svo er náttúrulega Hæfileikakeppnin á laugardeginum, þá fá krakkar að spreyta sig sýna hvað í þeim býr. Það hefur alltaf verið rosalega gaman. Hvernig eru þessi atriði sem koma? Eru þau fjölbreytt? Þetta verður oft mikill söngur, mig langar rosalega til að sjá eitthvað annað. Mig langar rosalega að sjá eitthvað frumlegt Hvað væri flottasta hæfileikaatriði sem þú gætir ímyndað þér? Ég myndi vilja sjá loftfimleika loftfimleikaatriði, það væri draumurinn Nei, en hérna, bara hérna, sýniði eitthvað, bara, eitthvað frumlegt, gangið í augun á mér. Ef þú hugsar alveg til 2004, og til dagsins í dag. Hvað er eftirminnilegasta hæfileikaatriðið sem þú mannst eftir? Já, þú veist, ég er búinn að, góð spurning Ég er búinn að sjá svo marga syngja Hallelúja, Hvað heitir hann? Cohen. Já, er það ekki hann Leonard Cohen, gerði einu sinni Hallelújah. Já, þetta er.., ég er búinn að sjá rosalega margar stelpur syngja það. hahaha, Svo hérna, ég En hver sló í gegn? Hver hefur slegið virkilega í gegn? Ég!! Þú Ég er alltaf stjarnan, ég þarf alltaf að skína skærast. Og hver er galdurinn á bakvið Sigga Sæta? Hahaha, það er bara það er svo gaman, sko, það held ég að sé mikilvægast, að njóta þess. Að njóta liðandi stundar bara. Ég held bara það að ég er að reyna að finna einhver orð á það sem ég er að hugsa sko

Ballið

Pælum í öðru Það er hérna, þið eruð með dagskránna sem við erum búnir að vera að tala um kvöldvökurnar. Síðan eruð þið með ball, Hvernig, þessi böll, hvað er að gerast? Eru þau Það er hæfileikakeppnin á undan, er það ekki? Og sem síðan þróast út í ball? Svo er kvöldvaka síðan hæfileikakeppnin er fyrr um daginn, hefur verið allavega. Svo er kvöldvaka, sem þróast yfir í ball, svona soldið. En svo náttúrulega erum við alltaf að ákveða hvernig er best að gera hlutina, þannig að við erum ekki búin að negla þetta niður neitt hvernig við viljum að þetta fari fram. En það er náttúrulega Í fyrra kom Hnetusmjör Hr.Hnetusmjör og sá um ballið.  Og svo var einhver Spegill með honum, haha Og þetta er eitthvað sem krakkarnir fíla? Mér skilst það sko, ég er svo mikill diskódrottning, ég myndi frekar bara vilja Gloríu Gaynor og eitthvað haha, en ég sem betur fer er ekki að stjórna því hvað En það eru ekki komnar neinar upplýsingar um hverjir verða núna á Landsmóti? Nei, við erum einmitt, við eigum eftir að ákveða það. Þannig að við fáum kannski að draga þig aftur hingað til Kaupmannahafnar, Ó, ég hélt að við værum í Noregi, hvar erum hahaha, Fáum kannski að draga þig aftur hingað í stúdíóið til þess að spyrja þig um hverjir ætla að spila Og vera með skemmtiatriði, þegar þetta liggur betur fyrir. Ég verð allaveganna á staðnum

Leikjaþema

En þið eruð líka með þema? Já, núna verður það Leikir og bara hvernig er hægt að lifað og leikið Sungið: Búinn að reyna allt sem má. Þú meinar. Verður bara geðveikt Leikir eru náttúrulega verkfæri líka, eins og til að rjúfa félagslega einangrun Og mikilvægt að þau geri sér grein fyrir mikilvægi leikja Þið eruð að fara að tala um það við krakkana og það að skilja ekki útundan Algerlega Og alla þessa þætti sem snúa að því að taka þátt í leik. Og leika saman, við erum að leika við hvort annað. Það er náttúrulega bara Ég held að það sé rosalega mikilvægt bara að að það er hægt a leika sér öðruvísi en í apparatinu þessu

Ég held að það sé svo mikilvægt að hitta fólk Og horfa í augun á því og læra það að leika við það Já, þú ert svona, ég er svona, ahh, hahaha Þetta er kannski einskonar leikjanámsskeið? Já, að vissu leyti sko Og hvar finnið þið upplýsingar um þessa leiki? Eruð þið með vinnubók? Lista yfir leiki sem gott er að fara í ? Hvaðan koma þessir leikir sem þið eruð að fara að leika? Við erum ekki búin að ákveða það, við eigum eftir að finna einhverja góða leiki til þess að fara í sko

Uppáhaldsleikurinn hans Sigga

Hvað er þinn uppáhaldsleikur? Uppáhaldsleikurinn minn? Jáhá Eina krónu Ein króna? Ég elska að fara í Eina Krónu Fyrir þá sem eru, ef einhverjir eru að horfa, sem hafa ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um. Hvernig leikur maður Eina Krónu?

Já, það er einn sem að er hann. Hann grúfir svona á ljósastaurinn Það verður að vera ljósastaur, annars gengur það ekki, nei.. Og hann, sko við þurfum fyrst að ákveða sko, það þarf að gera bakið með puttanum sko, hægt hratt, hægt hratt Og svo vel ég með einum putta Þá velur hann hægt, Nei, hratt, ah, nei hægt, hratt, já hratt. Þá telur hann hratt upp á uuuhhh, tíu, uppá, uuuuhhh 20, 30, 40, 50, 60, sextíu, hann telur upp á sextíu

Og það þarf að vera ritual í kringum þetta sko Svo, semsagt, fara allir og fela sig Ég tel, rosalega hratt og hátt upp á upp á sextíu, einn, tveir, þrír fjórir fimm. Svo kemur ég byrja að leita náttúrulega Eina Króna fyrir Todda Goða einn, tveir og þrír og ég þarf að hlaupa að staurnum skiluðru og þú þarft að vera á undan mér Þannig að þú kallar upphátt þegar þú finnur mig, og hleypur síðan af stað, og ég á að reyna að ná... Ég þarf að hlaupa fyrst að, og við þurfum að keppast að því að komast að staurnum. Já, þannig að þú sérð mig Þú reynir að "Eina Króna fyrir mér, einn, tveir og þrír, En ég reyni að "Eina Króna fyrir þér, einn, tveir og þrír.

Ok, þannig að þá nærð þú mér, eða fangar mig ef þú nærð að fara á undan. Já, ég bara vann Þá vannst þú? Já, Og þetta þarftu að gera nokkrum sinnum eins og það eru margir að taka þátt í leiknum. Já, nákvæmlega. Hefurðu unnið í Eina krónu? Nei, ég er svo lengi að hlaupa, hahahahaha hahaha

En það er bara að vera með, það er nefnilega Það er alveg rétt, það er gaman Siggi, takk kærlega 

 
  • Æskulýðsmál

  • Námskeið

  • Viðburður

  • Námskeið

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...