Starfið - PEPP

05. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Starfið - PEPP

AstaDis-StarfiðPEPP.jpg - mynd

PEPP eru samtök fólks í fátækt og hafa aðstöðu í húsnæði Hjálpræðishersins í Mjódd, en þar eru hittingar þar sem reynt er að valdefla fólk til þess að taka skrefin út úr þeim aðstæðum sem þau búa við. Ásta Dís Guðjónsdóttir gefur sinn tíma til að hjálpa þeim sem minna mega sín, og talar af reynslu um hversu erfitt það er að lenda í svona aðstæðum og koma sér síðan áfram upp og út úr fátækt. 

 

 

Starfið hjá PEPP

Og hvað er svo á næstunni, hvað er hvað er næst? Í hverju eruð þið að vinna núna? Við, hérna, í Reykjavík, erum með PEPP fundi, annaðhvort þriðjudagskvöld. Við erum einmitt núna 29.maí, og við vitum aldrei hverjir koma til okkar og hvernig er statt fyrir því fólki þannig að við erum alltaf með mat, og við tökum þátt í að sporna gegn matarsóun, þannig að við fáum mat sem annars væri hent, og eldum úr honum. Og við bjóðum alltaf upp á heita máltíð og ánægjulega samveru og svo dreymir okkur um að þróa það enn frekar út í meiri samveru, og sjálf er ég rosalega skotin i verkefninu sem er á Akureyri, sem kallast Punkturinn.

Punkturinn?

Hvað er það? Punkturinn er hérna skólabygging sem ekki lengur er notuð sem skóli og er svona hálf-gert handverkshús þar sem fólk getur komið, fyrir vægt gjald fengið aðgang að smíðastofunni, saumastofunni, og gera keramik, gler og allt mögulegt Og ég hef séð það sjálf hvað það breytir fólki að fólk sem er búið að vera vanvirkt í langan tíma og kannski ekki tekið fullan þátt í þjóðfélaginu, af því að fólk sem að stendur í þeim sporum að búa við fátækt, það einangrast svo félagslega að ég hef sjálf séð hvað það hefur rosalega mikil áhrif þegar fólk fer að fikta við eitthvað svona og nær að búa til eitthvað, skapa eitthvað Hvað það breytir þeirra reynsluheimi. Og það er hluti af valdeflingu, og þetta snýst allt um valdeflingu, því það er valdeflingin sem kemur fólki úr aðstæðunum. Það er ekki bara peningarnir, því þegar fólk er búið að búa við fátækt lengi, að þá er það ekki peningarnir einir og sér sem að koma þeim til þess að taka næsta skref.

Hittingar í hverri viku

Þetta er rosalega spennandi Ég bara er svolítið agndofa, þetta er svo mikið sem taka og það verður spennandi og ég vonast tl að maður heyri meira fá að fylgjast betur með hvað er að gerast. Fyrir þá sem að myndu vilja skoða starfið sem er í gangi, og fræðast meira um hvar er verið að hittast og hvað fólk getur gert. Hvar getur fólk leitað eftir nánari nánari upplýsingum? Við erum, sko, EAPN er með síðu sem heitir bara eapn.is, og hérna, við erum með síðu inni á Facebook sem heitir PEPP Ísland, samtök fólks í fátækt. Þar setjum við upplýsingar og þar er hægt að nálgast okkur. Við erum svo heppin að hafa aðgang að húsnæði Hjálpræðishersins í Mjódd Mjög skemmtilegur staður, svona kaffihúsastemmning þarna þannig að þar erum við með hittingana okkar aðra hverja viku. Og við ætlum að vera með einhverja grillhátíð í sumar Grilla saman og hafa gaman saman Við gerðum það í fyrra, upp í krika við Elliðavatn En núna höfum við þessa fínu aðstöðu þarna í Mjódd, og munum örugglega nota hana. Góðar samgöngur. Já, þetta er mjög miðsvæðis.

Breiðholtsbrúin

Svo erum við líka aðili að verkefni sem heitir Breiðholtsbrúin Ég veit ekki hvort þú hefur heyrt um það? Nei, ekkert. Það er verkefni þar sem að við höfum verið að hittast í hádeginu á mánudögum, í Breiðholtskirkju, og hérna, eldað saman og borðað saman. Og það snýst einmitt um að rjúfa félagslega einangrun og tengja saman fólk sem að kannski ekki ætti erindi saman, eða ekki hittast, ef það ekki kæmi þarna. Og þá erum við að tala um eldri borgara, við erum að tala um barnafólk við erum að tala um fólk af erlendu bergi brotið og hælisleitendur og bara alla, sem að eru heima við á þessum tíma dags og hérna, vantar félagsskap.

Og það er mjög gefandi og skemmtilegt verkefni og þar hafa þau, ég vissi að síðast, þá voru þau að búa til draumafangara Þannig að það er svona líka ákveðin verkefni þar í gangi og allir hafa gaman að.

 

Nánari upplýsingar

www.eapn.is

 
  • Hjálparstarf

  • Samfélag

  • Hjálparstarf

  • Samfélag

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...