Sunnudagaskólinn í Lindakirkju

05. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Sunnudagaskólinn í Lindakirkju

BylgjaDisGunnarsdottir.jpg - mynd

Mikil gleði ríkir í Sunnudagaskólanum í Lindakirkju, en þar er Bylgja Dís Gunnarsdóttir, söngkona, ásamt samsstarfsfólki með dagsskrá allt árið um kring, sumar, vetur, jafnvel á aðfangadag. Þau leggja sig fram við að tengja leik og starf í öllu sem þau gera og í góðu samstarfi með foreldrum, að búa til mikla gleði og kærleika fyrir alla sem vilja taka þátt. 


"Daginn í dag"

Komið þið sæl. Við erum stödd hérna í Lindakirkju í Kópavogi A mjög svona huggulegum stað. Uppáhaldsstaðurinn minn (hlátur) Viltu kannski kynna þig?

Já, ég heiti Bylgja Dís Gunnarsdóttir og ég er söngkona, og er starfsmaður hérna í Lindakirkju í Sunnudagaskólanum. Sunnudagaskólinn? Fer hann fram hér?  Ja, svona þetta kemur stundum upp á tjaldi, af því það voru teknir upp þættir "Daginn í dag", það eru kannski einhverjir sem þekkja það. Um Hafdísi og Klemma, sem eru að takast, svona krakkar sem eru að takast á við lífið. Íslenskir þættir sem hafa verið búnir til og það eru einmitt prestarnir hérna í Lindakirkju sem hafa verið að semja handritið að því, ásamt öðrum Þannig að þeir eru teknir upp hér, í þessu rými?  Já, nýjustu þættirnir voru teknir upp hér, að einhverju leyti allavega Og þið sýnið þessa þætti í Sunnudagaskólanum? Já, í Sunnudagaskólum landsins, sko, og héðan koma þeir, þannig að þeir eru í hávegum hafðir hér.

Sunnudagaskólinn í Lindakirkju

Og hvað viltu segja okkur um Sunnudagaskólann í Lindakirkju?  Það er rosalega mikil gleði í Sunnudagaskólanum í Lindakirkju, myndi ég segja, sem er kannski af því að það er þannig metnaður fyrir starfinu.Það er gleði yfir því að það sé Sunnudagaskóli, og það er metnaður fyrir því að hafa það og hafa það skemmtilegt.

Opinn allt árið

Til dæmis er Sunnudagaskólinn í Lindakirkju eini sunnudagaskólinn á landinu sem að er allt árið. Við förum aldrei í sumarfrí, eða jólafrí eða páskafrí. Það er alla sunnudaga ársins, nema að það sé, nema það hreinlega detti á einhvern rosa frídag, sko, eins og til dæmis við erum ekki með Verslunarmannahelgi, það er eini dagurinn sem ég man eftir að hafa verið að detta út, sko.

Veðurfar nýtt

Þið eruð með sunnudagaskóla á aðfangadag Já, og á sumrin, þá breytum við aðeins. Þá förum við meira í svona að vera úti, eins og um daginn, þá vorum við að segja sögu um Hús á bjargi, þá fóru allir með krítar og krítuðu hús á stéttina.

Eitt skipti vorum við með hérna Týndi sauðurinn, þá tókum við fullt af svona lamba-plast leikföngum, og földum það hérna í kringum kirkjuna og krakkarnir voru að leita að týnda sauðinum

Metnaður í starfi

Ég heyri að það er rosalega mikill metnaður í þessu starfi hjá ykkur Já, það er það. Og ég held að það sé af því að okkur finnst þetta svo gaman. Okkur finnst þetta alveg rosalega gaman. Og við erum líka rosalega opin fyrir því að prófa nýtt og gera fjölbreytilega hluti þó að það þurfi alltaf að vera þetta fyrir krakkana, einhverjir fastir punktar, sem við höldum sko.

Kirkjubrall

Að við erum til dæmis með Kirkjubrall, Kirkjubrall? Hvað er það?  Það er alveg rosalega skemmtilegt. Það heitir á ensku Messy Church, og það er, þá er, og það gengur út í það að brjóta upp allar hefðir að fara svolítið mikið út fyrir rammann, og það á að vera 'messy' þú veist, það á að vera allt út um allt. Og það eru svona stöðvar Það koma allir inn og merkja sig og ganga á milli stöðva. Það er ratleikur Og á hverri stöð, þá eru einhver svona verkefni sem þú átt að gera Einu sinni voru á einni stöðinni, spaghetti, fullt af spaghettíi og litir, og þú áttir að taka spaghettíið og setja það í málninguna, og mála með spaghettíinu

Þið megið bara skíta út og drasla í kirkjunni?

Já, út á það gengur það (hlátur) Og einu sinni var það, þá átti, það var eitthvað svona svona ofurhetju - þema, og þá var verið að búa til skikkjur og allskonar, allavegana svona tröllaleir og stundum er svona vatnslaug til að sulla, ef það passar við sögu dagsins.

Saga dagsins

Það er tekin saga dagsins, sko. Til dæmis þegar við vorum með spaghettíið, þá var það eitthvað í sambandi við heilagan anda og þá var það sko að mála með rauðum og appelsínugulum og gulum, og þá kom svona ákveðin áferð þegar var notað spaghettíið sko.

Er þetta á sunnudögum?

Þetta er á sunnudögum, og við höfum haft þetta svona kannski 2-3 svar yfir önnina, eða, já, svolítið misjafnt eftir árum. Og þetta er svona langur sunnudagaskóli. Og svo þegar allir eru búnir, það er svona klukkutími eitthvað svoleiðis, eða jafnvel rúmlega sem við förum í þetta að vera á stöðvunum, að þá safnast allir saman inn í kirkju, og þá er fögnuður.

Svona stutt stund, þar sem er sungið og þar sem að allt tekið saman. Og þá í raun og veru opnast sagan fyrir fólkinu sem er búið að vera í sunnudagaskólanum, og hún verður miklu innihaldsríkari af því ert í rauninni búin að föndra hana og leika hana. Upplifa hana. Búin að upplifa hana, þó að þú vitir ekki meðan þú ert að því hvaða saga það er. Og þá, eftir það síðan, er farið inn í safnaðarheimili, og þá er matur fyrir alla. Vá!! Já. Ekkert smá flott!

Bresk fyrirmynd

Það er eitt svona, allavegana í Bretlandi, þú veist, þetta er ennþá á tilraunastigi hérna hjá okkur. en þar er reynt að stíla inn á að þetta sé jafnvel í enda mánaðar, þannig að fólk sem hefur lítið milli handanna, ekki endilega barnafólk, geti komið og fengið máltíð. Vá, þetta er frábært. Já Og fólk er ekkert endilega bara að koma með börnunum, fólk kemur líka bara af því þetta er svo gaman.

Fullorðna fólkið er með

Fullorðna fólkið líka? Já. Myndirðu segja að Sunnudagaskólinn væri líka fyrir fullorðið fólk? 

Góð spurning. Já, veistu hvað, ég held það. Foreldrar fylgja börnunum og jafnvel ömmur og afar. Algerlega, og við reynum að fá þau til þess að taka eins mikið þátt af því að, að það er þetta litla barn innra með okkur öllum. Jesús sagði leyfið börnunum að koma til mín, og enginn kemst til himnaríkis nema verða aftur barn og allt þetta sko Þannig að já, við bara leyfum öllum að vera börn þarna. Og já. Þau taka virkan þátt Já, ég myndi segja það, að vissu leyti.

Bara mikið af hreyfisöngvum. Mikið lagt upp úr að það sé fjörug og skemmtileg tónlist, að það sé alltaf góður meðleikari, og mikið sungið alltaf sögð saga og alltaf líka video, og alltaf brúðuleikhús

Brúðuleikhús fyrir alla

Og brúðuleikhúsið er oft svona bæði gaman fyrir börnin og foreldrana. Af því að það er svona alveg svona fullorðins-húmor þar líka, upp að vissu marki. Hahaha.

Af hverju ætti maður sem foreldri að koma í sunnudagaskóla með börnin sín?

Ég myndi segja bara, þetta er góð stund til þess að eiga saman, og tengjast saman í leik, og í gegnum bara að fá að vera barn, og heyra og upplifa kærleiksboðskap. Það myndirðu segja, kærleiksboðskapur í sunnudagaskóla, það væri svona aðal þungamiðjan.

Þungamiðjan í boðskapnum

Hver er svona þungamiðjan í ykkar boðskap? Hvað eruð þið svo að boða í sunnudagaskólanum, fyrst og fremst? Já, það er náttúrulega sögurnar um Jesú, dæmisögur Jesú og kraftaverkasögur Jesú, og eitthvað aðeins svona í Gamla Testamentinu líka Sem eru bara svona sögur sem að snerta mannlega tilveru mjög djúpt, held ég Gengur rosalega mikið út á það að Guð elskar þig eins og þú ert. Guð hefur skapað þig og hann skapaði þig svona eins og þú ert af ástæðu, og við getum alltaf leitað til Guðs, og Guð vill að við eigum kærleiksríkt samband við okkur sjálf, við Hann og við annað fólk. Og það er náttúrulega þessi siðferðisboðskapur líka, að koma vel fram við aðra.

Koma fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig. Hjálpa öðrum, sýna öðrum kærleika og Þannig að það er mjög mikið lagt upp úr því.

Hljómar vel, ég held ég geti ekki annað en hvatt alla til að kíkja í Sunnudagaskólann í Lindakirkju Þar sem er greinilega mikið líf og fjör.

Já, það er það. Og dýpt. 

Þrjú orð um sunnudagaskólann

Gleði, kærleikur og leikur. 

 
  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...