Yfir 20.000 búa við fátækt á Íslandi

05. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Yfir 20.000 búa við fátækt á Íslandi

Kerfið - ÁstaDísGuðjónsdóttir.jpg - mynd

 Það er engin leið að skilja hvernig samfélag eins og hið íslenska velmegunarsamfélag getur látið gerast að yfir 20.000 einstaklingar búi við fátækt, og þar á meðal meira en 2000 manneskjur með vonir, drauma og þrár, þurfi að sætta sig við líf í sárafátækt í einu ríkasta landi veraldar. Ásta Dís Guðjónsdóttir, segir okkur frá EAPN samtökunum og hvernig þau eru að vinna í 31 Evrópulandi við að opna augu stjórnmálamanna fyrir þessu risastóra vandamáli sem hægt væri að taka á meðan betri ákvörðunartöku stjórnvalda. 

 

 

Byrjum á byrjuninni - EAPN

Hingað til mín í stúdíóið er komin hún Ásta Dís Guðjónsdóttir, og Ása Laufey, en við ætlum að byrja að tala við hana Ástu Dís, og heyra aðeins um þetta spennandi sem þú ert búin að vinna núna, með þínum félögum í PEPP, fyrirgefðu, hvað er PEPP?

Eigum við ekki að byrja á byrjuninni? Förum alla leið, byrjum á byrjuninni Samtökin heita European Anti Poverty Network, og við skammstöfum það EAPN. Og hérna erum við semsagt EAPN á Íslandi. Við höfum starfað síðan 2011 og erum alltaf að verða öflugri og öflugri. Og innan þessara samtaka sem starfa í 31 Evrópulandi, eru grasrótarsamtök sem við köllum PEPP.

Úti eru þau kölluð P.E.P. sem er skammstöfun á People Experiencing Poverty, en hér völdum við að bæta við einu P-i og kalla okkur PEPPara, því pepp er eitthvað sem er jákvætt og gott íslenskt orð, og lýsir því svolítið hvað þetta snýst um. Þetta snýst um valdeflingu.

Af blússandi velmegun og fátæktargildrum

Nú búum við hér á Íslandi, og allt í blússandi hagsæld og velmegun hvernig getur maður skilið fátækt í þessu velmektarsamfélagi sem Ísland telur sig fram og lýsir sér í dag. Hvað er að gerast?

Í fyrsta lagi, þá er ákveðin láglaunastefna sem er ríkjandi það er töluvert af láglaunastörfum. Og húsaleigan er mjög há, þannig að fólk nær ekki endum saman. Og svo eru svolítið innbyggðar fátæktargildrur í kerfinu Það eru, þegar fólk er að fara á milli kerfa.

Ég hef verið að tala sérstaklega um þegar fólk kemur af endurhæfingarlífeyri, fólk sem er búið að vera í einhverri vinnu hjá VIRK. Þá er það í kerfi sem að það fær greitt fyrirfram. Síðan ef þú ferð aftur á móti yfir á framfærslu sveitarfélaga, þá er það kerfi sem að er eftirá greitt, þannig að þá er þarna bil á milli sem að enginn brúar. Og það er nú bara þannig að við höfum öll einhverjar fjárhagslegar skuldbindingar. Hvort sem það er húsaleiga, skuldir eða bara eiga fyrir mat á borðið. Og ef þú, ef það er einn eða tveir mánuðir þar sem þú færð engar greiðslur, þá hefurðu ekkert til þess að lifa og þá segir sig sjálft að hérna, að það er stórt högg fyrir heimilið og þegar að innkoman er rýr, þá er þetta miklu stærra högg fyrir heimilið, heldur en fyrir heimili með rýmri innkomu.

OECD segir 6,7% (af 350.000 = 22.450 einstaklingar)

Hversu stórt er þetta vandamál hérna, hvað eru margir sem að þú myndir segja að væru að upplifa þessa fátækt sem að þið eruð að reyna að takast á við hérna? Opinberlega er talað um 6,7% þjóðarinnar. Það er svolítið mikið Það er soldið mikið. Og sárafátæktar-, samkvæmt síðustu tölum, var þá minnir að það hafi verið 2.270, og hérna Ég man ekki alveg nákvæmlega töluna, en kannski ekki sú minnugasta á tölurnar, en ef þú horfir á þennan fjölda og hugsar að bakvið þessar tölur eru manneskjur með vonir væntingar, drauma og þrár að þá er þetta aðeins sterkar en bara einhver tala, 6,7%. Það segir þér ekki neitt Sko, 6,7%, þá er ég alveg að hugsa þetta eru 1500-2000 manneskjur (23.450) Í sárafátækt,

Þessi 6,7% Það eru 4000, það eru semsagt fleiri Ég er að tala um þeir sem eru í sárafátækt, það eru 1,7% Það er rúmlega 2000 manns Já, ok, já einmitt Og sárafátækt er metin þannig, að hérna Þegar við erum að tala um fátækt, þá erum við alltaf að nota tölur frá OECD sem að þá er talað um 60% miðgildi, það er dregin lína þar, og ef þú fellur undir línuna, að þá ertu telstu,semsagt, að eiga það á hættu að vera fátækur.

Hvernig er fátækt metin?

Og síðan eru níu matsatriði, það er listi sem að EuroSTAT gefur út, og ef þú ert með 3 átriði á listanum, þá telstu vera fátækur. Ef þau eru fleiri, þá ertu komin í sárafátækt.

Hvað er sárafátækt?

 Sárafátækt er í rauninni þegar þú getur efnahagslega ekki staðið jafnfætis öðrum í samfélaginu. Ef þú hefur ekki efni á t.d. prótín-máltíð, fisk, kjöt eða grænmetisrétti, sem aðalmáltíð alla daga vikunnar. Það er reyndar talað um 4 daga vikunnar. Og ef þú hefur ekki efni á því, þá er það eitt af atriðunum á listanum.

  • Hefurðu efni á að reka síma?
  • Áttu örlítinn varasjóð ef eitthvað kemur upp á?
  • Hefurðu efni á að fara að lágmarki 2 vikur með fjölskyldunni í sumarfrí?

Svona ákveðin matsatriði sem eru á þessum lista sem að miðað er við.

Og þið hafið núna verið að vinna í þessu síðan 2011 að reyna að vekja athygli á þessu gagnvart ráðamönnum. Og reyna sjá hvað er hægt gera pólitískt, lagalega, reglugerðalega til þess að tækla þessi bil sem eru

Algjörlega þarf að brúa á einn og annan hátt.

Hvernig finnst ykkur viðtökurnar verið? Hvað eru stjórnmálamennirnir og þeir sem eru að ráða, að segja? við ykkur?

Sko, þetta gerist ekki á einni nóttu. Þetta er hægfara starf, en það sem við erum að upplifa núna er að fólk er að vakna til meðvitundar um þessi samtök og fólk er að gera sér grein fyrir því, að í fyrsta lagi að þeirra er þörf, og í öðru lagi að það er hægt að nýta þessi samtök, og það er það sem ég er búin að vera að gera í þessu verkefni undanfarið, bæði hérna fundurinn sem við héldum hérna í Reykjavík, og fundurinn sem við héldum á Akureyri, það er að segja við stjórnmálamenn, hreint út, við höfum þessi samtök hér.

Nú er lag, þið getið notað okkur til góðra verka, við getum alveg unnið saman 

 
  • Alþjóðastarf

  • Hjálparstarf

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Hjálparstarf

  • Samfélag

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...