Að göfga líf sitt - Fastan og vegferð með Jesú á Öskudegi

06. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Að göfga líf sitt - Fastan og vegferð með Jesú á Öskudegi

KristjánValurGöfgaLíf sitt.jpg - mynd

Þetta er ekki flókið, skv. sr.Kristjáni Val Ingólfssyni, fyrrverandi Vígslubiskup í Skálholti. Öskudagur er góður tími til þess að byrja að íhuga þá vegferð sem við erum á, og hvaða tilgangi fastan þjónar. Þetta er allt spurning um hvernig og hvort við veljum að beita okkur þeim aga að taka þátt í því að lifa lífi sem við getum horft tilbaka yfir og verið sátt gagnvart hverju því sem koma kann. 

 

 

Upphaf Öskudagsmessu

Við Árni Svanur, sem vorum samverkamenn hérna, og ákváðum að byrja, og það var þannig. Það þýðir ekkert að hafa einhverja fundi, heldur bara ákveða að við byrjum. Og það var Öskudagur og við byrjuðum þá, og höfum semsagt haldið þessu gangandi og þá var ákveðið strax að það yrði alltaf að minnsta kosti 5 aðilar sem að væru hefðu svona embætti, þetta væru ekki bara prestar presta-fyrirbæri, heldur að það væri alltaf einhver sem sæi um bænina hugleiðinguna, einhver upphafssöngvari, einhver sæi um kaffi og einhver sæi um samskotin og svona.

Samskotin sem uxu

Og við tókum sko samskots strax, bara til þess að geta gert okkur morgunmat hérna, og látið síðan afganginn fara í góð málefni. Og það er búið að gera það ennþá, ég veit ekki sko, Ég er búinn að vera svo lengi í burtu, ég veit það ekki, en eftir 10 ár, þá vorum við búin að að safna svona um 2 milljónum í æskulýðsstarf, eitthvað svoleiðis Því þó menn láti bara 500 kall hugsanlega í hvert skipti, skiptir engan máli, en þegar þetta safnast saman, þá er þetta rosalega öflugt. Þannig að, já, það var eiginlega byrjunin á því að menn fóru að taka söfnun hérna, það var að af því að við gerðum þetta á miðvikudögum.

Stúdentahefð í Heidelberg

Öskudagurinn, og öskudagsmessan... Já, sko, þetta var reyndar það að öll árin sem ég var í Heidelberg, í námi þar þar er að að það er háskólakirkjan, að það er alltaf á hverjum miðvikudagsmorgni klukkan 07:00, þar er messa, þar sem stúdentarnir hjálpa til, og svo er morgunverður á eftir. Og þetta samfélag var mér alveg gríðarlega dýrmætt, og mér fannst alltaf svo mikil synd að það var ekki til svona samfélag hér, að þegar að það gafst tækifæri

Árni Svanur og Sigrún

Árni Svanur ætlaði að vera með mér í þessu, og það var hérna ákveðinn lítill hópur sem að, konur, sem ég hafði kynnst meðan ég var rekstor í Skálholti, eins og Sigrún, sem var hérna Sem er búin að vera allan tímann, og þetta var, það myndaðist strax svona tíu - tólf manna hópur.

Og ég hef aldrei séð svona stóran hóp hérna, en hann er stundum stór, sko, en svona þessi Ég hugsa að það sé svona 15-20 sem er svona fastur hópur sem kemur alltaf. Ég er að velta fyrir mér hópurinn, nú er þetta orðið fimmtán ára afmæli, og margir eru búnir að vera að koma hérna árlega á þessum degi.

Týndist Öskudagurinn?

En Öskudagurinn, sem slíkur, ef maður hugsar um tilefnið það, að vera með messu á Öskudegi og föstunni, og fastan sem slík. Hvað er það sem við erum að gera, og hvernig á það heima hjá okkur í dag, Íslandi í dag?

Það var náttúrulega líka þannig sko, að eitt af því sem að mér fannst svo mikil synd, að við værum búin að týna Öskudeginum. Hann væri þá bara orðinn ærsladagur fyrir krakka sem söfnuðu nammi. Og mér fannst það svo mikil synd sko, líka þegar föstu messurnar eru horfnar, sem voru alltaf líka á miðvikudögum í gamla daga, að þá tækifærið til að hugleiða fyrir föstuna er þá ekki nægilega öflugt hjá þeim sem að vildu það, hvað merkir þetta eiginlega og af hverju erum við að þessu sko?

Og þetta er soldið eins og það að vilja bara fá rjómann af tertunni sko, þú vilt fá Páska og upprisu, en þú vilt alls ekki fá Föstudaginn langa, eða þú vilt ekkert endilega fá aðdraganda að því að þú megir fara þennan veg með Jesú frá dauðanum til lífsins. Sko, þeim þykir gott að fá þetta svona sko bara hérna, eins og að fá jólagjöf svona, ein það að þurfa virkilega að þurfa að ganga þennan veg, það vantar það líka. Þess vegna er Öskudagurinn svo góður dagur til þess að hugleiða þetta, og þar að auki bara

Vegferðin - hvað stendur hún fyrir?

Það er náttúrulega í rauninni þannig sko, að Jesús kemur til Jarðar til að taka okkur í þetta ferðalag. Hann kemur til þess að við getum gengið með honum inn til eilífa lífsins. Það er í rauninni þess vegna sem Guð sendir son til jarðar, til að taka okkur með sér inn til eilífa lífsins.

Til þess að geta gert það, þá er það vegferð með Jesú. Maður náttúrulega bara deyr, og svo er kannski bara ekkert meir En ef þú vilt að það sé eitthvert meirt, þá þarftu náttúrulega líka að hafa einhvern með þér í dauðanum, sem tekur þig til lífsins. Annars ertu bara í dauðanum. Þetta er í rauninni mjög einfalt mál

Er þörf á himnaríki?

Ég meina, í rauninni gæti maður sagt sko, núna, fólk hefur kannski ekkert voðalega mikla þörf fyrir að fara, eiga eilíft líf, og það langar kannski ekkert endilega að fara til himna. Það er vegna þess að maður Jú, við viljum bara lifa eins vel og við getum, og vera frísk og hraust. allan tímann sem við erum á jörðinni, svo erum við bara steindauð og ekkert vesen með það. Af því að okkur óar við því að þegar að við erum búin að ljúka lífs-vegferðinni, sé einhver sem kemur og segir, bíddu hvernig var þetta lif hjá þér, sko? Ha? Áttu skilið að fá einhver verðlaun, eða áttu bara engin verðlaun skilið?

Ótti nútímamannsins

Þessi ótti óttinn við það að, eitthvert uppgjör sko. Horfast í augu við sjálfan sig. Það er bara þannig sko, að þetta er held ég partur af því að við viljum ekkert endilega horfast í augu við það hvað fasta er. Við viljum ekkert endilega að það sé einhver að skipta sér af því hvernig við lifum lífinu. Og svo þegar við förum og nálgumst þetta, þá komumst við að því að það er einmitt alveg bráðnauðsynlegt að einhver skipti sér af því svo að við höfum einhvern aga á okkur sjálfum. Líka þannig að við lifum heilbrigðu lífi og drekkum ekki frá okkur allt vit og eitthvað svona, og étum á okkur gat og svona, skilurðu. Þetta er bara þannig

Að göfga líf sitt

etta er spurning um að einhvernveginn að göfga líf sitt. Ef við myndum hafa einhverja göfgun, þá værum við bara eins og hver önnur rándýr, sem við náttúrulega erum að vissu leyti sko. Ef við höfum ekki einhvern aga, sem göfgar okkur í lífinu, ef við höfum ekki þá stefnu að við séum hérna vegna þess að við eigum von um eilíft líf, hvernig svo sem það lítur út ef okkur langar til þess, ef okkur langar til þess að það sé það fólk sem er farið á undan okkur, að við hittum það og svona

Þetta er í rauninni ekkert flókið, en sko, maður þarf náttúrulega að hugsa um það.

 
  • Menning

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...