Skrumskældum ekki málið - Smári Ólason í viðtali

06. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Skrumskældum ekki málið - Smári Ólason í viðtali

gudbrandsbiblian.jpg - mynd

Biblían sem þýdd var á íslensku og gefin út árið 1584 þykir mikið meistarastykki og er númer 23 í röðinni af öllum þeim biblíum í heiminum sem hafa verið þýddar á tungumál sinnar þjóðar. Þýðingarvinnan tók um 5 ár, og það tók 3 ár að prenta þau 500 eintök sem gefin voru út, en aðeins er talið að 100 eintök séu eftir af þessari frumútgáfu. Smári Ólason, organisti, telur Biblíuna ásamt fornritum íslendingasagnanna, vera ein aðalástæðan fyrir því að við skrumskældum ekki málið okkar eins og aðrar Norðurlandaþjóðir hafa gert. 

Eitt mesta stórvirki á Íslandi

Það sem að gerist er þá á 16.öldinni, þegar, árið 1550 þegar það er Siðbreytingin, og síðan gerist það að Biblían kemur út 1584, sem er náttúrulega eitt mesta stórvirki sem gert hefur verið á Íslandi, og hérna ég er á sumrin starfsmaður í byggpasafninu að Skógum, og þar á meðal sýni ég útlendingum þessa ágætu Biblíu, og ég verð í hvert einasta skipti sem ég skoða hana, þá verð ég alltaf meira og meira hugfanginn hvað þetta er stórkostlega verk.

Aðeins 100 eintök eftir

Þetta er talið eitt besta prentverk sem gert hefur verið á Íslandi Og það var sænskur prentari sem sá um þetta og það tók hann um 5 ár að undirbúa prentun Biblíunnar, og það tók þrjú ár semsé að prenta hana, þessi 500 eintök, og af þeim eru eitthvað um 100 eftir. Og það kom einu sinni til mín maður og ég sýndi honum frumeintakið og þegar hann sá ákveðnar myndir í Gamla Testamentinu, og sagði "Þetta er útilokað að þetta sé tré-rista, þetta er málm-rista Því að við fengum, semsé, myndirnar til þess að búa til þessa ágætu Biblíu frá dönsku biblíunni.

Hornsteinn íslenskunnar

Og hún er semsé númer 23 frá upphafi biblíuþýðinga í heiminum. Þannig að við stöndum þar nokkuð ofarlega, og hún er náttúrulega þýðing úr dönsku og þýsku biblíunni, en náttúrulega, en þetta er eitt af þeim hornsteinum sem lagði undir það að við tölum íslensku ennþá í dag. Fornritin, náttúrulega, gerðu það að verkum að við töluðum gömlu íslenskuna áfram, og ekki síst Biblían að hún hefur síðan haldið við, má segja, að við fórum ekki sömu leið og aðrar Norðurlandaþjóðir að skrumskæla og eyðileggja málið. 

 

Fleiri fréttir

smári-eftirlagboðanum.jpg - mynd
07
ágú

Trúarstoð og stytta þjóðar - Smári Ólason í viðtali

Passíusálmarnir eru ekki bara menningararfur, heldur trúarstoð og stytta íslensku þjóðarinnar, segir Smári Ólason þegar hann lýsir því hvernig Passíusálmarnir hafa verið notaðir á margvíslegan hátt í gegnum aldirnar...
KristjánValurGöfgaLíf sitt.jpg - mynd
06
ágú

Að göfga líf sitt - Fastan og vegferð með Jesú á Öskudegi

Þetta er ekki flókið, skv. sr.Kristjáni Val Ingólfssyni, fyrrverandi Vígslubiskup í Skálholti. Öskudagur er góður tími til þess að byrja að íhuga þá vegferð sem við erum á, og hvaða tilgangi fastan þjónar. Þetta er allt...
HjorleifurStefansson-Vidistadakirkja.jpg - mynd
06
ágú

Starfið í Víðistaðakirkju - vettvangur fyrir stærstu stundir lífsins

Víðistaðasókn varð til þegar Hafnarfjarðarsókn var skipt upp í tvennt árið 1977, og var strax farið í að safna fyrir byggingu kirkju og skóflustunga tekin 1981. Síðan var strax farið í að byggja kirkjuna og var hún...