Starfið í Víðistaðakirkju - vettvangur fyrir stærstu stundir lífsins

06. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Starfið í Víðistaðakirkju - vettvangur fyrir stærstu stundir lífsins

HjorleifurStefansson-Vidistadakirkja.jpg - mynd

Víðistaðasókn varð til þegar Hafnarfjarðarsókn var skipt upp í tvennt árið 1977, og var strax farið í að safna fyrir byggingu kirkju og skóflustunga tekin 1981. Síðan var strax farið í að byggja kirkjuna og var hún fullbyggð 7 árum síðar, árið 1988. Hjörleifur Þórarinsson, sóknarnefndarformaður hefur starfað í því hlutverki í 7 ár og hefur horft á mikla og spennandi uppbyggingu eiga sér stað í safnaðarstarfinu þar sem að koma safnaðarmeðlimir með mikla og góða reynslu gegnum tíðina. 


Hefðbundið starf

Starfið í Víðistaðakirkju er nú, held ég svona í nokkuð hefðbundnum ef við horfum til safnaða þjóðkirkjunnar Það eru messur á sunnudögum og sunnudagaskóli. Það er boðið upp á síðan starf þar við hliðina á. Það standi kirkjukór og organisti og tónlistarlíf. Þannig að við erum svona þá á svipuðu róli og kannski aðrir hvað það varðar.

Nýjungar og hlutverk fyrir alla

Við höfum líka aðeins að verið að brydda upp á nýjungum, sem reyndar í dag er nú orðið nokkuð viðtekið. Fyrir 10 árum síðan, þá byrjuðum við með svokallaðan messuþjóna, sem eru þá sjálfboðaliðar úr sókninni sem koma og taka þátt í atburðum kirkjunnar guðsþjónustum eða messum og það er þá reynt að finna hlutverk fyrir alla.

Veraldlegt stúss

Já, ég held nú sko, að það er nú þannig að starf og verkefni sóknarnefndar felur nú oft í sér, sko svona, þetta veraldlega stúss. Svona dæmigerð verkefni en svo vorum við líka með og höfum haft í gangi um nokkurt skeið starf á vegum, það sem við köllum náttúruleg safnaðaruppbygging.

Handbók Víðistaðakirkju

 

Þetta hefur verið í gangi, og við núna höfum birt svona handbók kirkjunnar á netinu hjá okkur. Sem er þá lýsir þá soldið því sem gerist sko, gerir sýnilegt hvað við erum að gera og þessir sem við erum að horfa á í þessari náttúrulegu safnaðaruppbyggingu eru semsagt samfélagið í kirkjunni, samskiptin og, hvað vorum við að horfa til meira?

Náttúruleg safnaðaruppbygging

Já, semsagt, það sem við horfum til í náttúrulegri safnaðaruppbyggingu, það er semsagt stefna, skipulag samskipti og samfélag. Og stefnan er þá í rauninni þá horfum við svolítið til stefnumótunar þjóðkirkjunnar, sem er nú búið að vinna mikið starf. Já, Víðistaðasókn sem er þá fyrsta skrefið, varð til þegar Hafnarfjarðarsókn var skipt upp.

Í Hafnarfirði voru tvær kirkjur á þessum tíma, við erum að tala um 1977 Í Hafnarfirði voru tvær kirkjur á þessum tíma, við erum að tala um 1977 Hafnarfjarðarkirkja, og svo Fríkirkjan í Hafnarfirði og þarna var þá búið að byggjast upp mikið svæði í norðurbæ Hafnarfjarðar og mönnum fannst upplagt að stofna þar söfnuð og byggja kirkju. Og 1977 var Hafnarfjarðarsókn skipt upp í tvennt, semsagt Víðistaðasókn og Hafnarfjarðarsókn og þá tók til starf þessi söfnuður og það var ráðinn prestur og starfið fór fyrst fram á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem þá var nýbúið að taka í notkun.

Það var þá vígð kapella og þar starfaði kirkjan, fyrstu árin. Fyrstu tíu árin næstum því. Og síðan var þá ráðist í að taka fyrstu skóflu -stungu að byggingu kirkju, þegar menn töldu sig vera komna með fjármagn í það, og það var 1981. Í apríl. Og síðan tóku þá við 7 ár þar sem var verið að byggja kirkjuna tók tíma sinn, og hún var síðan vígð um þessar mundir fyrir 30 árum, 28.febrúar 1988.

Sóknarnefndarstarfið

Já, ég hugsa nú, ég er búinn að vera þarna í sóknarnefnd núna í 7-8 ár og það sem mér hefur kannski fundist svona kannski skemmtilegast er að sjá hvernig starfið hefur verið að þróast. Sem náttúrulega safnaðaruppbygging, hvernig við virkjum samfélagið, fólkið í sóknarnefndinni til þess að taka þátt. Að þetta sé ekki bara eitthvað sem að prestur presturinn stendur prívat í, og hann mætir í vinnuna og afgreiðir heldur er þetta spurning um að búa til eitthvað sem fólk vill sækja í og finni sínum andlegu þörfum fullnægt Mér finnst við vera á réttri á leið þar, og það finnst mér jákvætt Já, við erum nú með sunnudagaskóla og æskulýðsstarf.

Áhrif efnahagshrunsins 2008

Við erum ekki með unglingastarf, eins og staðan er. Við verðum því miður að skera niður eins og fleiri söfnuðir þjóðkirkjunnar, þá urðu, varð töluverður samdráttur í okkar tekjum í kjölfar efnahagshrunsins, hérna 2008. Þá varð mikill samdráttur á tekjum, þannig að við þurftum að endurskipuleggja, og eitt af því sem að við þurftum að sleppa er unglingastarf til dæmis, en við erum með barnastarf og vonumst nú til þess að sjá þá vaxa og eflast og verða síðan að öflugu unglingastarfi. Þannig að það er nú svona í góðum farvegi.

Eldri borgarastarfið

Varðandi starf eldri borgara, þá er mjög öflugt starf eldri borgara í Hafnarfirði Mjög virk starfsemi, og við höfum allaveganna semsé, við höfum ekki farið á þann vettvang, öðruvísi heldur en að vera með þessar, við erum náttúrulega með messur og guðsþjónustur og við erum með svona fleiri hvað eigum við að segja, viðburði sem að fólk getur sótt. A öllum aldri, og það er nú tilhneigin er sú að þetta er frekar eldra fólk sem sækir kirkjuna, heldur en yngra. Þannig að það er nú þa, við erum kannski stödd þar sko.

40 ára safnaðarafmæli

Jú, það var nú ánægjulegt Í fyrsta lagi minntist nú presturinn á það, sr.Bragi, í sínum svona inngangi inngangs- þegar hann setti, eða opnaði athöfnina ef svo má segja, að hann minntist nú á það að í kirkjukórnum eru þrír félagar sem hafa verið frá upphafi sem eru þá komið nánast 40 ár, ennþá að Silkimjúkur tenór, og fínir altar, þannig að það er ekkert hægt að kvarta yfir því.

Systrafélög færandi hendi

En síðan voru þarna, hefur líka verið starfandi systrafélag, um langt skeið. Næstum því 40 ár líka. Og þær komu færandi hendi til kirkjunnar, og færðu henni gjöf, eina milljón króna. Sem er dæmi um þeirra merka og merkilega framlag. Þær hafa stutt við bakið á mörgum atburðum, og rauninni endurnýjun kirkjunnar að mörgu leyti innviðum hennar. Þá hafa þær komið fram og sýnt

Gjaldkeri sóknarinnar í 41 ár

Síðan er, síðast en ekki síst, þá var gjaldkeri sóknarinnar hann hefur verið sá sami í, á núna 41 ár. Og honum var þökkuð fyrir hans alúð og framlag og stuðning við starfið í gegnum tíðina Það hefur nú stundum gefið á bátinn og verið erfitt að vera gjaldkeri, get ég ímyndað mér í svona samfélagi, þar sem bæði er verið að byggja kirkju, og alltaf vantað pening. En hann hefur staðið sig vel, og hann var. Honum var þakkað fyrir hans góða framlag, og hann er ennþá gjaldkeri kirkjunnar og verður vonandi um ókomna framtíð.

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

haha Já, ég vona nú bara að hún beri það í skauti sér að við fáum áfram hlúð að þessu starfi og það nái að blómstra Viðhaldsverkefni eru og verða ærin en kannski stærst framundan á því sviði er viðgerð á freskum kirkjunnar. Þær voru málaðar þegar kirkjan var byggð, og eru einstakar hér á landi hvað stærð og eðli listaverksins. Baltasar Samper listmálari, málaði þarna á blautan múrinn, eins og menn mála freskur og útfrá sæluboðum Krists í fjallræðunni. Og listaverkið hefur látið aðeins á sjá í tímans rás, þegar mikið er gengið um og svo lekur stundum, því miður, vatn og svona, annað sem hefur leitt til þess að myndirnar hafa látið á sjá og við þurfum náttúrulega að láta gera við þær á þessu ári.

Stærstu stundir lífsins

Ég held nú bara að ég vilji segja það að markmið okkar sem þarna störfum er að reyna að skapa gott og heilbrigt kirkjusamfélag, þar sem söfnuðurinn og fólkinu í kirkjunni finni sig velkomið. Þarna er það jú að upplifa stundum sínar stærstu stundir, þarna eru börnin skírð' og þau eru fermd, þarna eru giftingarnar, þarna eru útfarirnar Við viljum bara passa upp á það að þarna sé allt eins og best verður á kosið, og fari fram eins og best verður á kosið.

 

 

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samfélag

Fleiri fréttir

Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
29
nóv

Aðventa í Neskirkju - Messías

Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
Vatnaskogur.jpg - mynd
21
nóv

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu...
jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
19
okt

Öflugt starf þjóðkirkjunnar

Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...