Trúarstoð og stytta þjóðar - Smári Ólason í viðtali

07. ágúst 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Trúarstoð og stytta þjóðar - Smári Ólason í viðtali

smári-eftirlagboðanum.jpg - mynd

Passíusálmarnir eru ekki bara menningararfur, heldur trúarstoð og stytta íslensku þjóðarinnar, segir Smári Ólason þegar hann lýsir því hvernig Passíusálmarnir hafa verið notaðir á margvíslegan hátt í gegnum aldirnar, sungnir af fólki í öllum byggðum landsins og haldið til haga af þjóðinni gegnum þykkt og þunnt. 

Trúarstoð og stytta þjóðar | Smári Ólason | Passíusálmarnir

Miklu meira en bara menningararfur

 Já, þú spyrð mig um hvern menningararf Passíusálmarnir hafi skilið eftir, en þeir sannarlega eru miklu meira heldur en það. Þeir eru fyrst og fremst trúarstoð og stytta þjóðarinnar.

Alveg getum við sagt að minnsta kosti frá byrjun 18.aldar því að þá er gerð smá breyting á tveimur stöðum í Passíusálmunum. Og það eru einhverjar þær svæsnustu níðvísur sem hafa verið ortar um biskupinn, sem gera þetta því að það sýnir, að þá þegar, í byrjun 18.aldar, þá eru þessir sálmar orðnir svona mikilvægir með þjóðinni. Og það er ekki bara þegar þeir hafa verið sungnir á föstunni, semsé þessa 50 daga löngu föstu, heldur, þeir eru líka, einstök vers eru sungin allt árið.

Fólk kunni alla sálmana

Og þess vegna náttúrulega, sko, mig minnir að það sé, árið 1823, erindi í Passíusálmunum í heild, þessum 50 sálmum og semsé, það er t.d. í mörgum tilfellum að þessu fólki sem ég hef verið að skrá eftir þegar það syngur, að þá kom í ljós að það kunni alla Passíusálmana utan að. Og það kunni lögin, jafnvel við þá alla en var ekki tekið upp nema kannski nokkur lög, því miður. En semsé það er þarna til töluvert mikið ríkidæmi af þessu sem ég hef skráð niður, og valið úr þessu sem var mjög erfitt, þetta er eins og að gera upp á milli barnanna sinna sko. Að hérna, í þessa bók. Og þar eru t.d. lög eins og Guðmundur Ingimundarson söng þau. Ég gat ekki annað en tekið það, því að það var enginn annar sem söng þá lagið eftir lagboðanum

Lagboðinn

Það má ekki gleyma því, að flest laganna eru sungin beinlínis beint af lagboðanum, en breytt En svo eru nokkur lög sem eru komin það langt frá lagboðanum, að það er ekki hægt að reka skyldleika til þeirra. Og þá er þetta orðin, má segja alveg sérstæð og sérstök íslensk þjóðlög Og til dæmis bara fyrsti Passíusálmur, það eru, ef ég man rétt, þá eru 50 manns sem að syngja erindi úr honum, því það eru líka spyrlarnir.

Spyrlarnir á RÚV

Að þá var, þegar helstu spyrlarnir voru Hallfreður Örn Eiríksson, sem ég minntist á áðan, og Helga Jóhannsdóttir hjá Árnastofnun, og svo og hérna, Njáll Sigurðsson, ásamt Hreini Steingrímssyni, sem þeir tóku Þeir tóku upp, má segja, þetta síðasta sem var tekið var upp. Og þegar að spyrlarnir semsagt komu og spurðu fólk, "jæja, kanntu eitthvað úr fyrsta Passíusálmi?" að jafnvel þó þau kynnu alla, þá sungu þau bara úr fyrsta Passíusálmi bara úr honum.

Við himnalag

Og þar stendur nefnilega sem forskrift að því lagi, "við himnalag" sem þýðir það að það eru fjögur vísuorð, og hvert þeirra er 8 atkvæði Þannig að það eru ýmis lög sungin við fyrsta Passíusálm, mismunandi En ég fann þarna, semsé, ein fimm sem eru byggð á mjög fornu tónlistarstefni, þannig að ég valdi það, eins og ég segi, fyrir þá þennan fyrsta sálm.

En ég bara hreinlega ekki búin að taka saman hvað það eru margar útgáfur af þessu fyrsta passíusálmi, hvað margar laggerðir eru raunverulega við hann. En þetta er semsagt, þetta er eilíft rannsóknarefni þessi einmitt þessi, að skoða þetta allt saman sko. 

 

Fleiri fréttir

gudbrandsbiblian.jpg - mynd
06
ágú

Skrumskældum ekki málið - Smári Ólason í viðtali

Biblían sem þýdd var á íslensku og gefin út árið 1584 þykir mikið meistarastykki og er númer 23 í röðinni af öllum þeim biblíum í heiminum sem hafa verið þýddar á tungumál sinnar þjóðar. Þýðingarvinnan tók um 5 ár, og...
KristjánValurGöfgaLíf sitt.jpg - mynd
06
ágú

Að göfga líf sitt - Fastan og vegferð með Jesú á Öskudegi

Þetta er ekki flókið, skv. sr.Kristjáni Val Ingólfssyni, fyrrverandi Vígslubiskup í Skálholti. Öskudagur er góður tími til þess að byrja að íhuga þá vegferð sem við erum á, og hvaða tilgangi fastan þjónar. Þetta er allt...
HjorleifurStefansson-Vidistadakirkja.jpg - mynd
06
ágú

Starfið í Víðistaðakirkju - vettvangur fyrir stærstu stundir lífsins

Víðistaðasókn varð til þegar Hafnarfjarðarsókn var skipt upp í tvennt árið 1977, og var strax farið í að safna fyrir byggingu kirkju og skóflustunga tekin 1981. Síðan var strax farið í að byggja kirkjuna og var hún...