Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

21. nóvember 2018 - Þorvarður Goði Valdimarsson

Fermingarfræðsla og Vatnaskógur

Vatnaskogur.jpg - mynd

Það var myndarlegur hópur fermingarbarna sem gisti í Vatnaskógi í haust, en Pétur Rúðrik úr Njarðvíkurprestakalli settist með okkur og sagði aðeins frá öllu því spennandi starfi sem verið er að vinna í þessum glæsilegu sumarbúðum KFUM og K. 

 

 

Vatnaskógur

Í sumurbúðum KFUM og K í Vatnaskógi hitti leitandi.is kraftmikinn hóp af krökkum úr Njarðvíkurprestakalli, en með þeim var Pétur Rðuðrik Guðmundsson, starfsmaður Njarðvíkurprestakalls, en þau voru einmitt kominn í Vatnaskóg til að taka þátt í fermingarfræðslu.

Sumarbúðirnar í Vatnaskógi Sumarbúðirnar í Vatnaskógi hafa verið til síðan um miðja síðustu öld og margir fullorðnir, muna eftir sínu sumri í Vatnaskógi, en þær eru reknar af KFUM og K, og koma hingað mikið af börnum í sumarbúðirnar, þar sem farið er í leiki, glens og gaman, en að sama skapi lögð áhersla á fræðslu um boðskap Jesú Krists og er hún leiðandi í gegnum starfið sem þarna fer fram.

Hápunktur fermingarfræðslunnar

Í fermingarfræðslu Pétur Rúðrik og krakkarnir eru komin þarna sem hluti af þeirri fermingarfræðslu sem þau hafa verið í síðustu 1-2 mánuði, og Vatnaskógur er án samanburðar, hápunkturinn í fermingarfræðsludagskránni, þar sem blandast saman leikur og gleði, fræðsla og samvera.

Skógarhöggsmennirnir

Það er öflugt teymi fólks sem kalla sig Skógarhöggsmennina, sem standa að dagskránni með starfsfólki Njarðvíkurprestakalls gagnvart fermingarbörnunum, og aðstaða á svæðinu öll til fyrirmyndar. Yfirleitt byrjar dagurinn á morgunstund, en síðan er frjáls leikur, farið á báta og leikið sér, en hver dagur heldur síðan tíma fyrir fræðslu, sem skiptist niður í fjóra þætti, en síðan endað á kvöldvöku og söng.

Pétur segir okkur að sjálfum finnist honum mest gaman og áhugaverðast að heyra spurningar barnanna sem þarna koma, og þann áhuga sem þau hafa á þeim boðskap sem hér er í boði. Fyrir krakkana úr Njarðvíkurprestakalli, þá lék veðrið við þau, og fallegur dagur til að fara út á báta.

  Fleiri fréttir

  Screenshot 2018-11-29 at 16.37.32.jpg - mynd
  29
  nóv

  Aðventa í Neskirkju - Messías

  Kór Neskirkju, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, mun flytja Messías eftir Händel, í Neskirkju sunnudaginn 2.desember.
  jonhronnVidistadakirkja.jpg - mynd
  19
  okt

  Öflugt starf þjóðkirkjunnar

  Yfir 230 myndskeið voru birt á Youtube síðu Leitanda af starfi innan þjóðkirkjunnar á tímabilinu janúar til júlí 2018, og er óhætt að segja að ekkert fyrirtæki, stofnun eða samfélag hafi birt jafn mikið og ítarlega frá...
  KristjánValurGöfgaLíf sitt.jpg - mynd
  06
  ágú

  Að göfga líf sitt - Fastan og vegferð með Jesú á Öskudegi

  Þetta er ekki flókið, skv. sr.Kristjáni Val Ingólfssyni, fyrrverandi Vígslubiskup í Skálholti. Öskudagur er góður tími til þess að byrja að íhuga þá vegferð sem við erum á, og hvaða tilgangi fastan þjónar. Þetta er allt...