Fyrir þá sem vilja fræðast

Um Leitanda

Stefnuyfirlýsing

Leitandi.is vill sýna það góða starf sem er í gangi innan Þjóðkirkjunnar, og birta umfjallanir um þau mörgu og skemmtilegu verkefni sem eru í gangi allt í kringum landið. 

Það eru þúsundir einstaklinga sem eru stöðugt að vinna að spennandi og verðugum málefnum innan Þjóðkirkjunnar í hverri viku. Fyrir utan það starf sem á sér stað í kirkjunni sjálfri, þá er samfélagið innan Þjóðkirkjunnar öflugt og vaxandi, eins og sjá má á þeim fjölda viðburða sem fara fram í hverri viku. 

Leitandi.is er vettvangur þar sem mismunandi skoðanir koma saman, þar sem má spegla afstöðu annarra og reyna að skilja á þeim forsendum að heimurinn sem við búum í er fjölbreyttur, fallegur og birtist okkur á fjölbreyttan hátt sem við getum sjálf ákveðið hvernig við látum hafa áhrif á okkur

Description

 

Á fyrsta starfsári Leitandi.is þá munum við kappkosta við að finna takt og tón, virkja ferla og fólk innan íslensku þjóðkirkjunnar til að koma með efni til þess að birta, hvort sem um er að ræða pistla, tónverk eða myndverk, sem hafa þá eiginleika að höfða til þess besta sem býr í okkur öllum. Við viljum skapa jákvæða umræðu um það líf sem við deilum hér á jörðinni, þá hugrenninga sem við eigum um lífið sem slíkt og hvernig við viljum móta okkar samfélag og ferðalag í gegnum lífið. 

Leitandi og þjóðkirkjan

Hafa samband

Sendið okkur ábendingar um starfssemi eða annað sem þið viljið að komi fram á síðunni leitandi.is 

Öllum ábendingum er svarað innan tveggja virkra daga. 

Upplýsingar