Bryndís Malla Elídóttir

Höfundur -

Bryndís Malla Elídóttir

prestur

Pistlar eftir höfund

Við Hringborð norðursins

Það er auðvelt að finna fyrir "climat angst" eða umhverfiskvíða eins og Clarisse Kehler Siebert, alþjóðalögfræðingur við umhverfisstofnunina í Stokkhólmi greindi frá að hún hefði fundið fyrir. Tíminn sem …

Öskuský yfir Eldmessutanga

Orðtakið að sjá ekki handa sinna skil, fékk sína eiginlegu merkingu í huga fólks. En öllum þessum erfiðleikum hafa íbúar mætt með miklu æðruleysi og sýnt sem aldrei fyrr hvað í þeim býr. Enda er þetta sú sveit á Íslandi sem þekkir áhrif eldgosa býsna vel og er henni í raun í blóð borin.

Bleika slaufan

Margir bera bleikar slaufur í barmi sér í október með blendnar tilfinningar í brjósti. Flest þekkjum við einhvern sem greinst hefur með brjóstakrabbamein og við þekkjum öll með einum eða öðrum hætti, hve sterk hin grimma kló krabbameinsins er. Í baráttu þess þurfum við góð tæki til greiningar og lækningar og við þurfum það sem orð Guðs getur gefið okkur.

Komdu með og sjáðu!

Frá kirkjunni á Þingvöllum berast kunnuglegir tónar. Drengurinn gægist á glugga, það er þéttsetinn bekkurinn, presturinn fyrir altari. Messan er senn á enda. “Mamma,” er kallað, “presturinn er að blessa.”

Má bjóða þér afrit?

Búðin opnaði fljótlega eftir sunnudagaskólann. Eldhúskollarnir voru dregnir fram og skellt saman. Dýrindis varningur var tíndur til og lagður á búðarborðið. Búðarkassinn gerður klár með nóg af skiptimynnt því búist var við mikilli sölu. Allt hafði sinn verðmiða, en matchboxbíllinn var mun ódýrari en sólgleraugun enda sumarið á næsta leiti.

Haustregnið færir blessun

Nú er það ekki veðrið sívinsæla sem rætt er um, heldur hin válindu veður sem geisa í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hefur síðast liðin vika einkennst af stöðugri umfjöllun fjölmiðla um efnahagsmál sem virðast vera enn óstöðugri en veðrið.

Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti er dagur vonarinnar og bjartsýninnar, við treystum algóðum Guði sem skapaði sumar, vetur, vor og haust og minnir okkur sífellt á mátt sinn, miskunnsemi og kærleika í þeim hamingjubrotum sem hvarvetna má finna.

Ég er vön að baka fyrir jólin

Nú fékk söfnuðurinn að vita ástæðuna fyrir atferli sínu gagnvart veggnum. Táknið var þarna en tilvist þess og meining hafði gleymst. Fram að þessu vissi enginn um söguna á bak við þetta tákn og enginn hafði getað sagt sögu þess.

Frá Narníu til Nasaret

Börn velkjast ekki í vafa um að talandi ljón tilheyrir ævintýri, sem og fljúgandi súpermannhundur. En þegar kemur að baráttu tveggja manna í bardagabúningi, jafnvel þó skrímsli komi þar við sögu, getur það virst full raunverulegt með tilheyrandi áhrifum á barnið.